Úrval - 01.07.1966, Síða 72
essi nýjung hefur vakið
hina mestu athygli með-
al lækna.
— Nú er loksins kom-
ið fram meðal gegn
minnisleysi, segir dr. Cameron
prófessor við háskólann í Montreal.
Lyfið var reynt við tuttugu gamla
menn, frá sextíu og átta til áttatíu
og fjögurra ára. Sumir þeirra gátu
ekki munað neitt sem þeir lásu,
aðrir þekktu ekki sína nánustu
vandamenn, enn aðrir mundu enga
nýliðna atburði, þó að minni þeirra
á það sem gerðist í æsku þeirra
væri ósljóvgað.
í hálfan mánuð fengu menn þess-
ir inngjöf af lyfinu og var því dælt
inn í bláæð. Árangurinn var undra-
verður.
— Ég hef jafngott minni og ég
hafði tvítugur, sagði einn þessara
sjúklinga við lækni sinn, dr. Cam-
eron. Hinir höfðu líka sögu að segja.
Það sem mesta furðu vekur með-
al lækna er þó ef til vill ekki þessi
fullkomna og skjóta lækning, held-
ur hitt, að efnið, sem þessu veldur,
er iöngu kunnugt og vel rannsakað:
ribo-kjarnasýra, skammstafað A-R-
N- (acid ribonucléic).
Efni þetta er til staðar í hverri
frumu líkamans, og hverri lifandi
frumu í hvaða líkama sem er. Það
er eitt af aðalefnunum sem erfða-
vísarnir eru gerðir úr, en jafnframt
— og telst þetta fullsannað — efnið
sem geymir endurminningar.
Minnisþættir þeir sem hver líf-
tegund hefur áunnið sér, berst með
erfðavísunum frá kynslóð til kyn-
Fundlð
minnis-
leysl
i
slóðar, og það er þetta efni, sem
felur þá í sér. Heilinn geymir minn-
ið í mólíkúlum þessa efnis.
Það mætti líkja þessum sýrum við
gataspjöld: minnisgreinarnar eru
ritaðar í efnið með kemisku dul-
málsletri. Þessi uppgötvun gerbreyt-
ir skoðun manna á lífsstörfum heil-
ans.
Samkvæmt skoðun lífefnafræð-
inga svo sem Svíans Holgers Hyd-
ens (í Gautaborg), myndast efni
þetta í sérstökum frumum í heil-
anum, og „mata“ þær hið gráa efni
heilans á því.
70
The Shell Magazine