Úrval - 01.07.1966, Side 74
Orö og ®>i*öa!samiMlnc8
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu. Prófaðu
kunnáttu þína í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með þvi að finna
rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri en eina merkingu
að ra ða. Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér einkunn og metið þannig
getu sína, þ.e. 0.5 fyrir hvert rétt svar og tilsvarandi lægri einkunn fyrir svar-
ið, ef um er að ræða fleiri en eina rétta merkingu og hann hefur aðeins tekið
fram aðra eða eina þeirra.
1. að snusa: þefa, fussa, svíkja, snuðra, taka i nefið, stynja, jagast, sjúga
upp í nefið, læðast.
2. að mundast til e-s: minnast e-s, heilsa e-m innilega, búast til e-s, gera
tilraun til e-s, slá til e-s, setja sig í árásarstellingar.
3. gjóla: fata, ýlfur, vottur, hrím, frost, skrölt, flík, áhald, ílát, hríð, regn-
skúr, kaldur vindur, slydda, augnagot.
4. að nara: fljóta, eyða, blekkja, draga fram lífið, nægja, ná í, gruna, spotta,
híma, stinga.
5. þekkilegur: þægur, kunnugur, geðfelldur, kunnuglegur, fríður, fróður,
sem unnt er að þekkja, fróðleiksfús.
6. að hema: spyrja, skýra frá, líkja eftir, frjósa, slóra, ráða við, snarstanza,
tafsa, ræskja sig.
7. að þekkta: þagga niður í, geðjast að, bera kennsl á, vita, ráða við, falla
e-m i geð, spyrja, breiða yfir.
8. hask: óþægindi, hristingur, eftirrekstur, flýtir, basl, snarl, sigg, viður-
eign, rifrildi, slór, töf.
9. að þausnast til e-s: ráðast á e-n, gera e-ð í flýti, sýna e-m ókurteisi, hefja
e-ð letilega, tala illa um e-n, hunzkast til e-s, halda á fund e-s.
10. að hasla: flýta sér, narta í, nurla saman, krefjast, berjast, ákveða orr-
ustustað, flýja af orrustustað, gera við, binda saman.
11. sjóli: dáti, sláni, maður, konungur, farmaður, þræll, þjónn, mikilmenni,
hermaður, ræfill, montrass.
12. að paufa: burðast með e-ð, híma, fálma, káfa, læðast, nöldra, muldra,
þræla, dútla, slóra.
13 .paur: poki, skordýr, silakeppur, nirfill, óþokki, sóði, dóni, sláni, þræll,
ýstrubelgur.
14. að hrata, detta, kasta, skyrpa, mistakast, flýta sér, reka á eftir, sóa, eyði-
leggja, byrsta sig.
15. að slembast til e-s: slá til e-s, flýta sér að gera e-ð, byrja letilega á e-u,
fá e-ð af heppni, geta sér til um e-ð, hefja framkvæmdir án fyrirhyggju,
rekast utan í e-n.
16. að skimpast: tuskast, rifast, kljást, létta til, þykkna í lofti, henda gaman
að, hrósa, finna að, nöldra, spara.
17. að frýja e-m hugar: draga kjark úr e-m, hughreysta e-n, bregða e-m um
hugleysi, minnast e-s, spyrja e-n um, hvað honum býr í hug, stappa stálinu
í e-n, hrósa e-m fyrir hugdirfsku.
18. að verða áróðra um e-ð: komast á snoðir um e-ð, verða sammála um e-ð,
verða ósammála um e-ð, að örvænta um e-ð, verða sannfærður um e-ð,
skipta um skoðun á e-u.
19. að vera með helli há: vera glaður, vera áhyggjufullur, vera hugrakkur,
vera vongóður, vera ekki byrjaður að missa hárið, vera heill á húfi, hafa
allt sitt á þurru, vera ósærður.
20. að kópa: veiða, deila, slóra, glápa, veikja, styrkja, muldra, ræskja sig,
tefja. Svör á bls. 99.