Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 81
LAND FYRIR STAFNI
79
sig að landi, og síðan dans og söng-
ur með trumbuslætti og hljóðpípu-
blæstri. Skrautsýningar og glíma
■var einnig haft til skemmtunar fólk-
inu. Árinu var skipt í þrettán
tunglmánuði, en timinn var samt
þessu fóiki næstum óviðkomandi.
Það lét hverjum degi nægja sína
þjáningu.
Fæðuþörfin og ástríðurnar stjórn-
uðu lífi þess,, sem leið fram eins og
lygn straumur.
Blygðunartilfinning var engin.
Það át, svaf, dansaði, veiddi, tal-
aði og naut hvers annars í ástum,
og var alls staðar saman og alltaf
undir beru lofti.
Ekki er allt gull sem glóir.
Það líf, sem birtist landkönnuð-
unum við stutta dvöl á þessu ey-
landi, virtist hrein paradísarsæla,
en ekki var hún alveg höggorma-
laus, ef betur var að gáð, og það
fann Cook og félagar fljótlega. Þjóð-
félagið skiptist í ættbálka, og síð-
an í stéttir innan ættbálkanna, þann-
ig' að hverjum ættbálk var stjórnað
af einni fjölskyldu, sem þá myndaði
yfirstétt. Næst þessari yfirstétt tók
við hinn breiði almúgi, og þá þjón-
ar og þrælar og var þessi stétta-
skipting ekki óáþekk þeirri sem
tíðkaðist í Evrópu á átjándu öld-
inni. Hin lausbeizlaða kynhvöt,
einkum meðal æskufólks, braut að
vísu af sér flesta fjötra, en þó hefði
engri konu af yfirstéttinni eða
valdastéttinni dottið í hug, að leggj-
ast með ensku sjómönnunum, nema
nauður ræki til, einhverra orsaka
vegna, og hjá millistéttinni, almúg-
anum, var hjónabandið sterk stofn-
un og þarna tíðkaðist einkvæni.
Það var rétt, að ungar stúlkur á
aldrinum tíu ára eða svo, voru mjög
lausar á kostunum og fóru ekki dult
með það, og það gladdi þær mikið,
þegar ensku sjómennirnir virtust
því ekki mótfallnir, að njóta næðis
í skóginum. En flestar þessara
stúlkna komu úr lægstu stétt, og
yrðu þær barnshafandi fylgdi því
hjónaband.
Meinleysi Tahitibúanna og elsku-
legt geðslag, hindraði samt ekki að
ættbálkarnir ættu í stríði sín á milli.
Hálfu ári'áður en Cook kom til
eyjarinnar, hafði geisað mannskæð
orrusta milli Stór-Tahiti (stærri
endinn á stundaglasinu) — og
Litlu-Tahiti. Enda þótt slangan,
spjótið og bareflið væri aðalvopn-
in, þá féllu bæði konur og börn á-
samt auðvitað körlum í þessum
fjöldamanndrápum. Slíkum átök-
um fylgdi venjulega mannfórn áð-
ur en lagt var upp til orrustunnar,
og var þar fórnað þræl.
Fórnin fór fram í „mareinu" og
var pallur þess oft þakinn hauskúp-
um.
Prestastéttin (arioi) var forrétt-
inda stétt, en það var langt frá því
að þeir, prestarnir, sem gátu verið
af hvoru kyninu um sig, væru nein-
ir erkienglar á evrópiskan mæli-
kvarða. Prestarnir áttu ekki börn,
nema þeir æðstu þeirra, en þau
börn voru líka talin guðaættar.
Þeita var ekki af því að einlífi
tíðkaðist í prestastéttinni, síður en
svo, því að fáir nutu ásta sem þeir,
en þeir hengdu afkvæmi sín strax
og þau komu niður úr móður kviði.