Úrval - 01.07.1966, Side 88
86
ÚRVAL
miður ekki mikið um stærð skipsins, til
þess vantar eina töluna, dýptina, og einn-
ig við hvað er miðað, en mælingar skipa
eru fernskonar, brúttótonn, nettótonn,
burðarmagn og loks særými, og er jafn-
an nauðsynlegt, þegar vitað er um stærð
skipa að taka fram við hvaða mælingu er
miðað. Sennilega er hér miðað við brúttó
smálestatölu eins og jafnan í daglegu
tali, en það er lokað rými skipsins og
hefur skipið þá ekki verið miklu stæira
en stærstu síldarbátarnir okkar í dag.
Þýð.).
T!'~d:a"our hrfði verið sérstaklega
' tbáið fyrir þcnnan rannsóknarleið-
angur. Það var að vísu ekki hrað-
skreitt, og gat varla farið nema
átta mílur þegar bezt lét á klukku-
stund, en það skipti varla miklu
máli í ferð, sem átti að standa ár-
um saman. Það sem mestu máli
skpti var að skipið væri sterkt og
gott í sjó að leggja, og risti grunnt,
enda risti Endeavour ekki nema
fjórtán fet. Það var varið gegn
maðki, Teredo navalis, sem var á-
sækinn í heitum höfum.
Skipið var vopnað tólf byssum,
sem hægt var að snúa til á stæðum
sínum.
Það verður sífellt erfiðara og erf-
iðara fyrir okkur á þessari vélvæð-
ingaröld, að gera okkur í hugarlund,
hvernig langferð á seglskipi var á
átjándu öldinni. Dagarnir liðu hjá
einn af öðrum, viðburðalausir og
einhljóma. Ekkert skip að sjá eftir
að kom í Kyrrahafið, og síðan óljós
kennd þess, að vera að fjarlægjast
menninguna og jafnvel yfirgefa
hana fyrir fullt og allt.
Endeavour lagði upp frá Plymouth
í ágúst 1768 og laust fyrir áramótin
næsta ár kom það til Rio de Janeiro
og var það síðasti áfangastaður
skipsins í hinum þekkta heimi.
Tíminn leið og tilbreytingarleys-
ið var ekki rofið af öðru en storm-
um, eða þá veiði hákarls eða höfr-
ungs ellegar fugl var skotinn á flugi.
Margt bar auðvitað á góma um borð
í skipinu, skip eru í rauninni sér-
rtakur heimur með sín vandamál og
viðfangsefni.
Foringjarnir og harramennirnir
mötuðust saman í Stóru káetunni.
sem var aftast á skipinu og bvg ð
beint upp af hinum þvera skut
skipsins, sem minnti á spánska gal-
eiðu. í þesari káettu unnu Banks
og félagar frá kl. 8 að morgni til
kl. 2 e.h. og síðan aftur frá kvöld-
mat og fram í myrkur.
Banks og félagar hans unnu að
því að teikna og raða niður þeim
sýnishornum af dýrum, fuglum og
fiskum, sem þeir fönguðu á sjó úti
og síðan einnig af þeim jurtum og
bergtegundum, sem þeir söfnuðu á
landi, þegar einhversstaðar var að
því rennt.
Hvenær sem veður gaf, fleyttu þeir
léttbátnum og veiddu sjávardýr í
net eða á öngul, en lengst af tím-
anum þumlunguðu þeir sig suður
á bóginn; burt úr hinum norðlæga
vetri og í átt til hitabeltisins og
hins suðræna sumars.
„Á jóladag", ritar Bank í dag-
bók sína, „voru allir vel-kristnir
menn, það er að segja allir um
borð, dauðadrukknir, svo að það
gat varla heitið að ódrukkinn mað-
ur væri um borð um kvöldið. Svo
var Guði fyrir að þakka, að vindur