Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 92
90
James Cook.
hann upp með ofsastorm af hafi ut-
an, og fj allhátt sævardrifið hylur
um hríð næsta eyland, eyjuna Moo-
rea, en það er aðeins um hríð, því
að storminn lægir jafnsnögglega og
hann skellur á og allt fellur í samt
lag á ný, og sólin skín og jörðin
ilmar, sem áður. Flóinn er grunnur
og aðeins mila eða tvær á lengd.
Hæðirnar að vestanverðu við hann
loka útsýni til hafnarinnar, sem nú
er, Papeete, og enn geturðu verið
einn með umhverfinu ef þú stend-
ur þarna á strönd flóans, og þann-
ig flutt þig ótruflaður aftur til árs-
ins 1769 og séð Endeavour fyrir þér
á spegilsléttu lóninu.
ÚRVAL
Cook hafði gildar ástæður til að
fara að öllu með gát, þar sem Wall-
is, árinu á undan, hafði orðið fyrir
barðinu á eyjaskeggjum.
Tahitibúarnir höfðu í fyrstu lát-
ið svo við þá á Höfrungnum, sem
þeir myndu taka þeim af vinsemd,
en þegar tveir af léttbátum Höfr-
ungnsns höfðu farið á undan inn á
lónið til að leita uppi legupláss,
hafði verið ráðizt að þeim meðspjót-
um og grjótkasti og Wallis þá neyðzt
ti' að hleypa af skctum, og féll einn
niaí'ur af Tahitimönnum en ann-
a" særðist.
Þ r s:m þetta voru fyrstu kynni
Tahitimf nna af byssukúlunni, þá er
ekki ólíklegt að þeim hafi brugðið
í brún, þegar menn fóru að falla
um sjálfa sig, fyrir fjarlægum þór-
dunum. Þeir létu sér samt þetta ekki
að kenningu verða heldur veittu á-
fram viðnám og tefldu fram 500
barkarbátum og 4000 manna liði og
vildu varna Höfrungsmönnum land-
göngu og reyndu jafnvel að ná skip-
inu á sitt vald. Þetta var reyndar
allt með miklum ólíkindum af hálfu
Tahitimanna, því að þeir gerðu ým-
ist að bjóða frið og æskja viðskipta,
ellegar róa brott og búast til árás-
ar.
Þeir höfðu einnig reynt, eftir því
sem George Robertson segir að
lokka menn, sem reru skipsbátnum
nálægt landi, til sín: „ ... með því
að láta fagrar stúlkur leika ýmsar
listir sínar á ströndinni, og höfðu
þær uppi ýmsa tilburði, sem sjó-
mönnunum þóttu girnilegir og
þráðu (sic)“. Trúir sínum kóngi og
skipherra, gripu sjómennirnir til
þess homeriska bragðs, að róa líf-