Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 93
LAND FYRIR STAFNI
91
FórnarhátíS.
róður á brott frá þessum loreleium,
en svo vel tókst ekki til fyrir þeim
um borð í Höfrungnum, því að þeir
höfðu fylgt skipsbátnum inn á lón-
ið og upp að ströndinni, og hvort
sem meyjarnar hafa glapið menn
um borð eða vatn verið grynnra en
þeira ætluðu, þá kenndi skipið
grunns og sat fast um hríð. Þá upp-
hófust á ný skærur með landsmönn-
um og sæfarendum, en svo fór, að
skipð losnaði af grunni og lands-
menn játuðu sig yfirunna.
Eftir það þurftu Höfrungsmenn
ekki að kvarta, og dvöl þeirra varð
þeim öllum ógleymanleg og yndis-
leg og Wallis sjálfur hafði eignazt
perluvinkonu að nafni Obarea, sem
greinilega var drottning eylandsins.
Það var því ekki að ástæðulausu,
að Cook aðvaraði menn sína, og
bað þá að fara með gát, en leitast
samt við með öllum heiðarlegum
ráðum að vinna hylli hinna inn-
fæddu og umgangast þá með mann-
úð.
Hann steig loks sjálfur á land í
fylgd með foringjum sínum og vís-
indamönnum.
Banks segir um landgönguna:
,,Strax og við höfðum varpað akk-
erum, og þau fengið örugga festu,
fleyttum við báti og stigum allir
um borð og rerum tii lands. Nokkur
hundruð íbúanna tóku á móti okk-
ur á ströndinni, og af svip þeirra
og látbragði, var ekki hægt að ætla
að þeir teldu okkur boðflennur. En
Tahitibúar voru hræddir. Þeir komu
næstum á fjórum fótum til móts við
komumenn, og réttu fram trjágrein-
ar, sem var friðarmerki þeirra. Mjög
skjótt róuðust þeir samt, og vísuðu
sæfarendunum leið upp af strönd-
inni og inn á plantekrurnar. „A
þennan hátt“, segir Banks, „héldum
við áfram fjögurra eða fimm mílna
vegalengd, undir kokostrjám og