Úrval - 01.07.1966, Page 102
fætur toguðu 1 áttina til brunastað-
arins. Hann sá reykjarmökkinn í
talsverðri fjarlægð, og þegar hann
kom nær, heyrði hann snarkið í log-
unum og brestir kváðu við, þegar
eldurinn læsti sig í þurran viðinn.
Heyrði hann neyðaróp í fólki, sem
var að brenna inni eða var það að-
eins ímyndun hans?
Brunasvæðið hafði verið girt af
og hann beið þar til lögreglumaður-
inn leit í aðra átt — þá hoppaði
hann yfir snúruna. Hitinn var ó-
skaplegur, en hann var ákveðinn í
Ernest
Hemingway
Eftir Douglas Collier.
að lýsa þessum bruna betur en nokk-
ur annar fréttamaður. Hann var að
minnsta kosti nær eldinum en nokk-
ur annar.
Lögregluþjónninn kom nú auga á
hann og skipaði honum að færa sig
fjær. Hann lét sem hann heyrði ekki,
og það þurfti raunar ekki að vera
nein uppgerð, því að það heyrðist
ekki mannsins mál fyrir hávaðanum
í brunadælunum og snarkinu í eld-
inum. Hitinn var orðinn illþolandi,
og hann fór að velta því fyrir sér,
hvort lýsing hans á atburðinum yrði
nokkuð áhrifgíneirí, þó að hann
væri svona nálægt, eða hvort á-
rangurinn yrði í samræmi við gamla
málsháttinn — hann sæi ekki skóg-
inn fyrir trjánum. Hann tók upp
100
100 Great Lives