Úrval - 01.07.1966, Side 103
ERNEST HEMINGWAY
101
vasabók sína og fór að skrifa, hann
gat að minnsta kosti lýst því, hvern-
ig það er að brenna lifandi. Hann
tók eftir því, að neistaflugið brenndi
göt á nýju, brúnu fötin hans, en
það tók því ekki að fárast út af
slíkum smámunum. Auk þess mundi
blaðið greiða honum skaðabætur,
annað kæmi ekki til mála, þegar
hann hefði skilað þessari rosagrein.
Hann mundi fá ný og betri föt á
morgun — á kostnað blaðsins Star
í Kansas Cty.
Hann sméygði sér framhjá lög-
reglumanninum í annað sinn og
flýtti sér sem mest hann mátti til
ritstjórnarskrifstofunnar. Meðan
hann var að horfa á brunann, hafði
hann séð þegar verið var að bjarga
fólki úr eldinum; sumir höfðu hljóð-
að og það höfðu áreiðanlega allir
brennst meira eða minna. Hann
samdi greinina á hlaupunum, þessa
lýsingu á eldsvoða, sem mundi taka
öllum eldsvoðalýsingum fram.
Eftir tuttugu mínútur lá greinin
á skrifborði ritstjórans og eftir
klukkustund var hún komin á for-
síðu morgunútgáfunnar, að mestu ó-
breytt. Greinin var frábær, því varð
ekki neitað. Ritstjórinn gerði boð
eftir fréttamanninum til þess að láta
í ljósi ánægju sína.
„Þákka yður fyrir. Mér þykir
vænt um að yður líkaði greinin.
En“.
„Já, Hemingway"?
„Ég þarf að fá ný föt“.
„Ný föt? Eruð þér brjálaður"?
„Nei. En ég brenndi mín, þegar
ég var að ná í efnið í greinina".
Ritstjórinn leit brosandi á frétta-
manninn. „Ég er hræddur um að
við komumst ekki hjá þessari á-
hættu í lífinu, Hemingway“.
Ernest Hemingway gleymdi aldrei
þessu atviki. „Það kenndi mér“,
sagði hann mörgum árum síðar, „að
hætta aldrei á neitt, fyrr en ég væri
reiðubúinn að tapa“.
Ernest Miller Hemingway fæddist
21. júlí 1898 í einu af úthverfum
Chicag'oborgar. Faðir hans var
þekktur læknir, sem var mjög víð-
förull og hafði numið sérgrein sína
við Edinborgarháskóla. Móðirin,
Grace, hafði verið vinsæl söngkona
áður en hún giftist, og enda þótt
hún reyndist börnum sínum þrem,
Ernest, bróðir hans og systur, góð
móðir, var eins og hún gæti ekki
fyrirgefið sér að hafa fórnað list-
frama sínum á altari hjónabandsins.
Ernest varð fljótt hrifinn af útilífi
og fór oft á veiðar með bróður sín-
um. Hann skrifaði líka mikið í
skólablaðið. Foreldrum sínum til
mikilla vonbrigða neitaði hann að
fara í háskóla og læra læknisfræði,
en réðist í þess stað sem fréttamað-
ur við blaðið Star. Hann var í ein-
um af fyrstu fréttaleiðöngrum sín-
um, þegar hann varð fyrir því ó-
happi að brenna fötin sín.
Fyrri heimsstyrjöldin var skollin
á, og þegar Bandaríkin fóru í stríð-
ið, bauð Hemingway sig' fram til
herþjónustu, en var hafnað vegna
sjóndepru. Honum tókst, þó að kom-
ast í ameríska Rauða krossinn. í
aprílmánuði 1918 var hann sendur
til vígstöðvanna á Italíu sem hjúkra-
liði og bifreiðastjóri sjúkrabifreiða.
Þrem mánuðum seinna særðist hann
alvarlega hjá Piaveánni. f fyrstu
skrámaðist hann óverulega af