Úrval - 01.07.1966, Síða 110
108
ÚRVAL
mundi hann valda gífurlegum erfið-
leikum, einkum sökum þess, hve
hlutlægnin (objectivity), sem hann
segir ríkjandi hjá sér er villandi.
En sá sem eitthvað kann fyrir sér
í rökfræði og rökræðum, ætti að
geta lesið Ritgeröirnar án þess að
bíða tjón á trú sinni.
Verk Diterods, Voltaires og Rosse-
aus voru sett á bannlistann á 18. öld.
Á vorum dögum ættum vér vissu-
lega að geta komið auga á dýptina
(perspective) í verkum Rosseaus og
viðurkennt þau leiftur af snilligáfu
og margt vel athugað, sem fram
kemur hjá honum. Rosseau skorti
auðmýkt og var ekki nægilega ljós
tilvera syndarinnar, þörfin á stæl-
ingu viljans og þýðing opinberunar-
innar, en hann er ekki mikil ógnun
við trú og siðgæði. Emile sérstak-
lega er fremur skáldsaga en fræði-
ritgerð, full að óskhyggju, og
Rosseau leiddi sjálfur athygli að
því að hún væri fremur byggð á
kenningum en staðreyndum (hyot-
heliral).
Undir lok 19. aldarinnar, þegar
raunsæis- og náttúrustefnan voru í
fullum blóma í skáldsagnagerð, voru
margir fleiri franskir höfundar sett-
ir á bannlistann. Helstir hinna brot-
legu voru: Balzac, Stendahl, Georg-
es Sand, Eugéne Sue, Dumasarnir
báðir, Murger, Maelerlinc, Zola og
Champfleury, ásamt Hugo, Larmar-
tine og Flaubert.
En sálfræðileg (psychological)
náttúrustefna er nú orðin svo ráð-
andi í nútímabókmenntum, að vand-
séð virðist, hvernig hugsanlegt væri
að vernda nokkurn gegn henni. Það
er háðulegt, að þegar samtíma-
menning er gegnsýrð af hernaðar-
afbrigði þess sýkils, skuli verk
Stendhals, sem þó eru listfengari,
ennþá vera á bannlistanum.
Samkvæmt tilskipun frá 20. júní
1864 voru bannfærðar „allar ástar-
sögur“ eftir Balzac, Champfleury,
Soulié, Murger og Stendhal, að við-
bættum Madame Bauvray eftir
Flaubert og Vesalingunum (Les
Misreables) eftir Hugo.
Furðulegt er, að Vesalingar Hug-
os, ein vinsælasta skáldsaga allra
tíma .skuli enn vera á bannlistan-
um. Skyldi hún vekia of mikla með-
aumkun með fórnarlömbum sam-
félagsins, sérstaklega strokufangan-
um, sem reynir að reisa sig við
síálfur. eftir áeggjan heilags bisk-
ups, og með ógiftu móðurinni, sem
friðþægir fyrir yfirsión sína með
því að helga sig móðurhlutverkinu?
Enda þótt fylgismenn ritskoðunar
haldi því fram, að mestur hluti
bannlistans sé úreltar, latneskar
guðf r æðirit gerðir, kynni nákvæm
athugun á hveriu einstöku bindi að
leiða í liós, að franskar bókmenntir
eru þar í meirihluta.
Hvað um framtíðina? Fáeinir
biskupar hafa andmælt bannlistan-
um sem utangátta og gagnslaus-
um, í þeirri trú, að hann verði ef
til vill endurskoðaður, eða afnuminn
í þeirri endurskoðun kirkjulaganna
(canon law), sem framundan er.
Á meðal þeirra tillagna, sem oftast
hafa komið fram, er afnám allra
refsiaðgerða og frelsissviptingar,
svo að hinn endurskoðaði bannlisti
fái aðeins það hlutverk, að vera til
leiðsagnar, og að innfæring bókar
á listanum tákni aðeins aðvörun