Úrval - 01.07.1966, Page 113
/ fyrsta sinn á meira en 85 árum hefur dánartala af
hjartasjúkdómum lœkkað.
Læknatilrannir viO
hjartasjiikdóma
bera árangur
Eftir C. P. Gilmore.
Árangurinn af þeim
rannsóknum og tilraun-
um við hjartasjúkdóma,
sem kostað hafa 300
milljónir dollara á ári,
er nú að byrja að koma í ljós. Lík-
urnar fyrir því fara nú vaxandi,
að þær rúmar 20 milljónir Banda-
ríkjamanna, sem þjást af hjarta- og
æðasjúkdómum, geti lifað lengra og
eðlilegra lífi. Og dánartalan, sem er
ein milljón manna á ári, er að byrja
að lækka. Vísindamenn vona að sá
dagur komi, að ráð verði fundin til
að koma að fullu í veg fyrir hjarta-
bilun.
Vísindamönnum hefur tekizt að
stíga nokkur stór skref í meðferð
hjartasjúkdóma. Hinni fyrrum svo
lífshættulegu hjartastöðnun (heart
block) hefur t.d. að mestu leyti
verið útrýmt sem dánarorsök. Lækn-
ar vissu að orsökin var sú, að líkam-
anum mistókst að framleiða hið
litla rafhögg, sem veldur hjartslætt-
inum. Hjartslátturinn verður þá að-
eins ruglingslegir kippir.
Um 1957 tóku dr. C. Walton Lille-
hei og samstarfsmenn hans við
Minnesotaháskóla að tengja leiðsl-
ur í lifandi hjartað og senda því
rafhögg að utan frá í gegnum
brjóstvegginn. Rafhöggin fram-
leiddu þeir með lítilli rafmagns-
vél ásamt rafgeymi, svo litlum, að
það mátti bera þau á sér innan-
klæða. Rafhöggin frá þessari slag-
vél (peacemaker) komu af stað og
héldu við kröftugum og stöðugum
hjartslætti.
Nokkrir hópar vísindamanna hafa
síðan framleitt slagvél, minni en
vindlingapakka, sem hægt er að
setja inn í brjóstholið og tengja við
111