Úrval - 01.07.1966, Síða 120
118
Vatn, sem streymir, vatn, sem
niðar
vor og haust með sínu lagi.
Geturðu skilið þessa þrá?
Og þegar Grieg hefur lýst vatn-
inu heima í Noregi og þá um leið
á íslandi, lýsir hann vatninu í
Shanghaiborg með eftirfarandi er-
indi:
— Ekki sem hér eystra — þræsið
ýlduskólp, sem mógult flýtur
fram með rek af rottulíkum,
ræsaþef og forardaun.
Eitt sinn er ég féll í freistni
fyrir mínum þorsta, fékk ég
sjúkravist í syndarlaun.
Er nóg vatn á þessari jörð okkar
til að slökkva þorsta allra þeirra
milljóna manna, sem jörðina
byggja? Ganga vatnsból jarðarinn-
ar til þurrðar og veldur vatnsskort-
urinn þá raunverulegum þurrki í
orðsins fyllstu merkingu hjá eftir-
komendum okkar?
Hvað getum við gert til þess að
þessi lífsnauðsynlegi drykkur end-
ist sem bezt?
Það er ekki úr vegi að spyrja
þessara spurninga nú„ þegar stór-
ir flákar lands þarfnast áveitu og
menn í milljónaborgunum líta á-
hyggjufullir til vatnsbólanna. Það
voru gefin nokkur ljós og skýr svör
fyrir skömmu við þessum spurning-
um í sovézka tímaritinu Vokrug
Sveta (Heimskringla) og var grein-
in rituð af tveim sovézkum vís-
indamönnum B. Losev og M. Mon-
ina. í greininni hér á eftir verður
sagt stuttlega frá þeim furðulegu
ÚRVAL
niðurstöðum, sem þessir menn
komust að.
Hinir fornu Rómverjar gátu lát-
ið sér nægja ágætavel, fáeina lítra
af vatni til allra daglegra þarfa.
íbúi nútíma borgar þarf afturá-
móti rúmlega 200 lítra af vatni á
dag til eigin notkunar. Þetta er samt
hlægilega lág tala sé miðað við
vatnsnotkun nútíma iðnaðar og
skulu nefnd hér nokkur dæmi:
Það þarf tvö tonn af vatni, eigi
að búa til tonn af múrsteinum, 300
tonn af vatni þarf í eitt tonn af
stáli, og 100000 tonn af vatni þarf
í eitt tonn af gervivefnaði.
En það er ekki nóg með þessa
gífurlegu eyðslu okkar, heldur hef-
ur nú komið í Ijós stórkostlegur
„leki“, á jörðinni sjálfri og hann
upp á við. Gervihnettir, sem skot-
ið hefur verið upp til rannsókna á
himinhvolfinu, hafa fært mönnum
heim sanninn um, að í efri loft-
lögum, um það bil 400.000 mílur í
lofti uppi, er mikill vatnsefnis
skýjabólstur.
Sumir vatnsfræðingar halda því
fram, að jörð okkar hafi misst svo
mikið vatn á þennan hátt, það er
með uppgufun til svo fjarlægra
loftslaga, að vatnið fellur ekki aftur
til jarðar, að nú sé ekki lengur
eftir ein einasta vatnsefnissameind
af því vatni, sem var hér í árdaga.
Vatn og sjór jarðar hafi þannig al-
gerlega endurnýjað sig.
Jörðin er samt enn furðulega rík
af vatni, og fær tap sitt bætt upp
með ýmsu móti. Dj úpt í iðrum j arð-
ar, eru „eldhús,“ þar sem heil út-
höf af vatni eru „matreidd".
Og það er heldur ekkert smá-