Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 121
VATN
119
ræði af vatni ofanjarðar. Úthöfin
og vatnasvæði jarðar eru tíu sinn-
um stærri en þurrlendið.
Jarðskorpan sjálf er einnig
mettuð vatni. Það er haldið, að á
þriggja mílna dýpi í jörðu niður
sé hlutfall vatns móti öðrum efnum
3:1, það er, að þrír fjórðu allra efna
á þessu dýpi í efsta jarðlaginu sé
vatn.
Og svo er það, sem allir vita, að
andrúmsloftið er mettað vatni. Það
er sagt að 425 þúsund tenings kíló-
metrar gufi upp af vatni árlega, og
mest af því fáum við til baka sem
regn er fellur í vötn og sjó en um
fjórðungur þess á þurrlendi. Nokk-
uð af þessu gífurlega magni gufar
upp aftur, nokkuð eyðist í plöntur
og um það bil fjórðungur þess fell-
ur í jörð niður, þar sem það mynd-
ar neðanjarðar ár, en einnig eykur
það vöxt ofanjarðar vatnsfalla.
Eins og nú standa sakir taka
vatnsveitur, þó að stórar séu, ekki
meira til sín af yfirborðsvatninu
en sem nemur þremur hundruðustu.
Jafnvel í löndum, þar sem vatns-
skortur er böl, eins og Indlandi,
Ceyon og Thailandi, taka vatns-
veitur ekki nema fimm hundruðustu
af yfirborðsvatni landanna og í
Burma ekki nema einn af hundraði.
Náttúran dreifir regninu mjög ó-
jafnt á hin ýmsu landssvæði. „Blaut-
asti“ staður jarðar er Cherrapunji-
svæðið í Hamlajafjöllum, en þar
hefur regnið skolað burtu öllum
jurtum og jarðvegi. Skammt hand-
an við fjöllin norður eða norð-
austur af þessu svæði, er svo
skrælþurr eyðimörk sem teygir sig
margar mílur vegar.
Maðurinn notar til sinna þarfa
að langmestu leyti ferskt vatn, sem
hann tekur, hvar sem hann nær í
það ofanjarðar og þá mest í ám og
vötnum, en hefur til þessa. lítið
sótt til hinna miklu „hafa“, í jörðu
niðri.
Margar af stærstu borgum jarð-
ar, þar sem yfirborðsvatn er lítið
í nánd, þjást af vatnsskorti.
Því var fyrir ekki löngu lýst yfir
í París, að bráðlega yrði ógerning-
ur að slökkva eld, sem logaði hærra
uppi en í þriðju hæð húsa, vegna
þess að vatnsþrýstingur væri svo
lítill. Vatnssköm.mtun er ströng í
Tokyo og fjölda annarra borga. í
New York og Philadelphiu horfa
menn þungir á svip til vatnsbóla
sinna.
Hagspekingar vilja leysa þetta
vandamál með því að berjast gegn
þvi að ferskvatnsból jarðarinnar
spillist. Það getur verið að þetta
virðist lítilfjörleg ráðstöfun, en hún
er nú samt mikilvæg.
Það var eitt sinn að brezku þing-
mennirnir urðu að gera hlé á störf-
um sínum vegna fýlu, sem lagði
inn um glugga þinghússins frá ánni
Thames. Þetta hefur síðan farið
versnandi.
Potomacáin, sem rennur um
Washington er orðin að sorpræsi,
en var fyrir hálfri öld síðan tær
og hrein. Árnar Signa, Rín og Rón
í Vestur-Evrópu hafa spillzt og
einnig svissnesk vötn og vatnsból.
Sama hefur skeð víða í Sovétríkj-
unum, einkum á Úralsvæðinu.
Það er því eitt af meginverkefn-
um þessarar vatnsaldar, að berjast
gegn spillingu vatnsbóla, hvar sem