Úrval - 01.07.1966, Síða 123
VATN
121
að þetta vatn kemur úr fjöllum, sem
eru þúsundum mílna í burtu, og
hefur verið leitt alla þessa leið í
stokk hlöðnum úr hellum. Bygg-
ingameistarinn er ekki enn þekkt-
ur.
Émsar fleiri aðferðir hafa verið
reyndar en hér eru nefndar. Sov-
ézkir vísindamenn hafa framkvæmt
velheppnaðar tilraunir með að regn-
hlaða ský. Margir jurtafræðingar
glíma við það víða um heim, að
aðlaga plöntur því, að þær geti not-
að til „drykkjar,“, salt vatn í stað
fersks vatns.
Af því, sem að framan er sagt,
má ljóst verða, að jörðina í heild,
skortir ekki vatn. Maðurinn verður
aðeins að finna aðferðir til að bæta
þarna um fyrir náttúrunni, þannig
að vatnið dreifist jafnar og eftir
þörfum um þennan hnött.
En vísindamennirnir bæta við: Við
verðum að fara með gát í vatns-
eyðslu okkar. Vatnið er sú auð-
lind jarðarinnar, sem algengust er
og ódýrust, en jafnframt óbætan-
legust og dýrmætust þeirra allra.
Vatnið hreina, vatnið heima
vatn, sem lagzt er hjá og þambað
— þetta vatn mér veldur þrá.
Kannski er hlý og hæglát rigning.
Hljóðfall dropa úr björk og lyngi
kliðar létt við kaldan strauminn.
Kannski er yfir þoka grá.
Um tvitugt er okkur alveg sama, hvað heimurinn hugsar um okkur.
Um fimmtugt komumst við að því, að hann var bara alls ekkert að
hugsa um okkur.
Þetta kann að vera heimur karlmannsins, en við þorum samt að
veðja við ykkur um það, að hann er á nafni konunnar hans.
Sagt er, að konan sé ekki endilega hamingjusöm, þegar hún krækir
í mann þann, sem hún vill fá, en að hún sé það áreiðanlega, þegar hún
krækir í mann þann, sem allar vilja fá.
Montinn og geysilega óvinsæll kvikmyndaframleiðandi í Hollywood
dó fyrir nokkru og lét eftir sig mjög fáa vini. E’n þáttakan var svo
gífurleg við jarðarför hans, að það lá við, að það væri sett nýtt met.
Fólk var auðvitað mjög hissa á þessu fyrirbrigði.
Sagt er, að Dan O’Herlihy hafi gefið eftirfarandi skýringu á fyrir-
brigði þessu: „Sko, það er segin saga, að fái fólkið bara það sem það
vill, þá lætur það ekki á sér standa að sækja sýningarnar."