Úrval - 01.07.1966, Side 124
Honum er byrjun nýrrar skáldsögu upphaf á ferð
inn í ókunnan heim.
ep eirðarlaiís könnuður
as er framandleg reynsla að
kynnast Samuel Beckett.
Hann er öllum auðkenndur, hvar
sem hann fer — arnarsvipur vang-
ans og hátt ennið er hvorttveggja
eins og Ijósmyndirnar sýna okkur,
en það er margt annað, sem kemur
manni á óvart við kynningu, eins og
til dæmis önug glettnin í augunum
í stað hinna kunnu mynda af opin-
eygum manni með hyldýpi þján-
ingarinnar í augnaráðinu, og einn-
ig kemur á óvart þessi langi, ið-
legi og þjálfaði líkami, sem hreyfir
sig lé'tt og öruggt.
Það má segja um Beckett fremur
en flesta aðra, að hann sé saman-
rekinn persónuleiki og telgdur af
einu tré.
Hann hefur mikla trú á tjáningar-
möguleikum líkamans, samanber
handahreyfingar Winnies í Sælu-
dagar og þessi skoðun hans sann-
ast bezt á honum sjálfum. í skipt-
um sínum við ókunnuga herpist
hann saman og hverfur inn í sig
og er var um sig líkt og dýr. En
122
hann slakar fljótlega á við nánari
kynni og sést það glöggt af höfuð
burðinum og hreyfingum handanna.
Það sama er að segja um röddina,
að hún breytist frá því að vera
þurr og yfirlætisfull, stundum er
sagt, að hún sé með svarfhljóði og
í það að vera hlý með öryggishreim
atvinnurithöfundar, sem í ofanálag
hefur notið menntunar sinnar við
Trinity, sem ein af persónum Beck-
etts kallar vændishús stéttar sinn-
ar.
Tapi Beckett öryggi sínu og kom-
ist í vandræði, sem sjaldgæft er,
þá sést einnig það strax á hreyf-
ingum hans. Hann lýtur hinu stóra
höfði sínu og byrjar að snúa sam-
an höndunum í ákafa milli hnjánna,
ef hann situr. Vinur hans einn, hef-
ur látið þau orð falla, að þá mætti
kalla Beckett sauðarlegan á svip-
inn.
En það er eins og áður segir
sjaldan sem slíkt hendir. Þegar hik
hinna fyrstu kynna er af honum
kemur í ljós, að hann er félags-
ÚRVAL