Úrval - 01.07.1966, Page 130

Úrval - 01.07.1966, Page 130
128 ÚRVAL Meiri hdvaðí neðansjávor en d þirru londi Krossfiskur, sem liggur marflatur í fjöruborðinu, virðist ekki vera merkileg lífvera. Hvað gæti verið meira lífvana án þess þó að vera dautt ? En samt hafa rússneskir haffræðingar dregið þá furðulegu álykt- un af rannsóknum sinum, að krossfiskarnir geti á vissan hátt „talað" saman eða sent hverjum öðrum skilaboð og þeir hafi jafnvel til að bera jákvæða þjóðfélagslega afstöðu hver til annars, þótt frumstæð sé. Við tilraunir hjá Haffræðirannsóknarstofnun Sovétríkjanna nú ný- lega voru nokkrir krabbar settir i fiskabúr, sem var heimili krossfiska. Krabbarnir byrjuðu strax að áreita krossfiskana, en strax og fyrsti krossfiskurinn (lítið grey) varð fyrir slíkri áreitni krabbanna, söfnuð- ust stærri krossfiskarnir utan um þann litla og reyndu að vernda hann. Vísindamennirnir halda Því fram, að þetta hafi alltaf endurtekið sig, þegar krossfiskur virtist vera í yfirvofandi hættu. Þá komu hinir krossfiskarnir honum ætíð til hjálpar. Nú eru vísindamennirnir að reyna að komast að því, hvernig kross- fiskarnir, sem voru í nauðum staddir, gátu sent frá sér neyðarkall, og hvernig hinir krossfiskarnL’ gátu skynjað slíkt neyðarkall. Var þetta neyðarkali eitthvert hljóð, sem krossfiskurinn rak upp eða smell- ur, sem hann framkallaði með örmunum? Vísindamenn hafa safnað nægum sönnunum, er sýna, að fiskar eru yfirleitt ekki þær þöglu skepnur, sem við höfum alltaf álitið þá vera. Náttúrugripasafn New Yorkborgar lét nýlega framkvæma rannsókn á slíku, og í niðurstöðum þeirrar rannsóknar er því haldið fram, að hávaðinn i sjónum sé meiri en á þurru landi, og Þykir hann þó nógur þar. Hávaðinn neðansjávar er „nokkurnveginn sambærilegur við hávað- ann í skrifstofu, þar sem mikið er að gera, þar sem hamrað er á rit- vélar, skrjáfað í skjölum, labbað um, kjaftað saman og hringt í síma,“ segir i niðurstöðum rannsóknar þessarar. Sumt af þessum hávaða neðansjávar má auðvitað rekja til skipa, sem um höfin fara. E’n þar að auki gera humrar, krabbar, rækjur og önnur slik sjávardýr mikinn hávaða, þegar þau slá til örmum sínum og griptöngum. Þar getur einnig að heyra drynjandi hávaða, líkt og heyrist við jarð- skjálfta í fjarlægð, og má rekja hávaða þennan til hreyfingu stórra fiskitorfa. Selir og sæljón reka upp sitt ,,gelt“ og hvalir reka upp sker- andi blísturshljóð. Álitið er, að mörg þessi hljóð, sem hin ýmsu sjávardýr gefa frá sér, séu í raun og veru samtöl þeirra og innbyrðis fjarskipti, en ekki aðeins tilgangslaus hávaði. í þessu sambandi ættum við að minnast þess, að hljóðbylgjurnar berast fimm sinnum hraðara í vatni en í lofti, eða 4920 fet á sekúndu í samanburði v.ið aðeins 1080 fet á sekúndu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.