Úrval - 01.11.1966, Page 9
7
ÓKUFERÐ UM ALASKABRAUTINA
Nú tóku við asfaltvegir svo greið-
ara varð að aka, en þegar við vorum
komin upp í 90 km. á klukkustund
fannst okkur það ofsahraði vegna
óvanans. Framundan var bandarísk
stórborg með öllum þægindum nú-
tímamenningarinnar, en okkur lá
ekkert á og við brugðum okkur inn
í greiðasölustað til að fá okkur kaffi.
Maður sat á baklausum stól rétt
hjá okkur og var auðséð að eitthvað
alvarlegt hafði komið fyrir hann.
Hann hafði bundið um höfuðið og
var með hönd 1 fatla.
„Ég hafði ekki ráðrúm til að gera
neitt“, sagði hann við afgreiðslu-
stúlkuna. „Áður en ég vissi stóð
skepnan beint fyrir framan mig,
Brauðbíllinn minn lítur út eins og
harmonika.“
„Skepnan? Hvaða skepna var
það?“ spurði ég og tók fram í tal
þeirra. „Varð árekstur?"
„Það var elgtarfur. Ég er viss um
að þér hafið aldrei komizt í kynni
við neitt slíkt.“
Og það var í tæpra fimmtán kíló-
metra fjarlægð frá glæsisölum
gistihúsanna í Anchorage, sem þetta
gerðist.
Einn af nýliðunum í flughernum var að ijúka herþjónustu sinni og
sem yfirmaður hans spurði ég hann, að hvaða sérgrein hann mundi
nú helzt snúa sér, ef hann gæfi sig fram til herþjónustu á ný.
Eftir að hafa hugsað sig um nokkra hríð, svaraði hann: „Að geð-
læknisstörfum herra.“
Daniel Tooley
Eitt af skyidustörfum minum i brezka herliðinu í Egyptalandi var
að skipuleggja hljómleika. Ég þurfti ekki aðeins að útvega tónlistar-
menn og söngvara, heldur varð ég að fá einhvern til þess að vélrita
leikskrárnar.
f eitt skipti hafði mér tekizt að fá fiðluleikara og pianóleikara til
þess að leika Sónötu í A Major (dúr) eftir Hándel. Hermaðurinn, sem
vélritaði leikskrárnar, veitti að vísu réttar upplýsingar, en samt hafði
orðabili verið breytt þannig á einum stað, að leikskráin fékk á sig hern-
aðarlegan blæ. Þar gat að líta:
Sonata x A
Major Hándel
Jan Parrott