Úrval - 01.11.1966, Page 13

Úrval - 01.11.1966, Page 13
ÞEGAR BIRNIRNIR LEGGJAST í VETRARDVALA 11 staðreynda þrátt fyrir þessi nýju tæki. Fyrst varð að veiða birnina í gildru án þess að meiða þá. Síðan varð að skjóta að þeim svæfingar- lyfi og festa síðan á þá litmerki, meðan þeir voru í dáinu, svo að unnt reyndist að þekkja þá að. Var það gert á þann hátt að festa númer- uð plastmerki af ýmsum litum við bæði eyrun. Síðan varð að vega og mæla þessi risavöxnu dýr, meðan þau lágu í dáinu, og ákvarða kyn þeirra. A nokrra voru fest háls- bönd, og við þau fest útvarpssendi- tæki, sem sendu frá sér útvarps- merki, og var um að ræða mismun- andi tíðni merkjanna fyrir hvern einstakan björn, þannig að unnt væri að þekkja þá sundur á merkj- unum. Fylgzt var með atferli fjögurra slíkra útvarpsbjarna, frá rannsókn- arstofu í Gjárþorpinu í Gulsteina- garði, en hún gat tekið á móti út- varpsmerkjum í allt að 12 mílna fjarlægð allan sólarhringinn. Vís- indamenn úti á víðavangi gátu tek- ið við merkjum frá hinum björnun- um. Þegar einhver óvenjuleg merki tóku að berast frá einhverri sendi- stöðinni, ákvörðuðu Craighead- bræðurnir staðsetningu bjarnarins með hjálp áttavita og lögðu þeir af stað inn í hina þéttu skóga, stund- um allt að 10 mílna leið, til þess að ganga úr skugga um, hvað merki þessi merktu. Þeir komust að því, að þegar merkin hættu og heyrðist svo á ný sitt á hvað, merkti slíkt, að björninn væri að grafa sér híði eða troða sér inn í það. Óregluleg merki gáfu til kynna, að björninn væri á gangi eða að hreyfa sig á annan hátt, og stöðug, háttbundin merki táknuðu blund. Sterk gildra, sem gerð var úr stórum skolprörum úr stáli, var not- uð til þess að handsama birnina. Síðan var skotið að þeim svæfingar- lyfi. Mikla varáð varð að viðhafa, hvað snerti skammt svæfingarlyfs- ins, því að ekki var vitað, hver væri hinn hæfilegi skammtur fyrir birni. Eitt sinn fékk húnn of mikinn skammt, og varð John þá að gera á honum lífgunartilraunir. Einnig var um að ræða, hvað útvarpssendi- stöðvarnar snerti. Einn björninn settist niður í læk og setti stöðina um leið úr sambandi. En eftir nokkurn tíma höfðu samt samtals 300 birnir náðst og hlotið hina réttu „meðhöndlun.“ Á bjarndýraslóðum. Fyrir nokkr- um sumrum ók ég með Craighead- bræðrum að gildru, sem björn hafði veiðzt í. Hann var svæfður. Síðan lyftu fjórir menn honum og lögðu hann á netatrossu, sem notuð er til þess að lyfta vörum í upp úr skips- lestum. Honum var lyft hægt í einskonar krana. Síðan var hann veginn og sýndi vogin 450 pund. „Þétta er bara lítill karl“, sagði Frank. Svo merkti hann hann, mældi eyrun og skrokklengdina og tóku blóðsýnishorn. Aðstoðarmenn- irnir tóku á meðan för af tönnum og hrömmum bjarnarins í plastefni, en með rannsókn slíkra fara tókst einmitt að finna örugga aðferð til þess að ákvarða aldur bjarnanna mjög nákvæmlega. Svo opnaði björn nr. 114 augun skyndilega. Að nokkrum mínútum liðnum settist hann síðan upp á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.