Úrval - 01.11.1966, Side 26

Úrval - 01.11.1966, Side 26
24 ÚRVAL samstundis. Og það leið ekki á löngu, þar til hann var orðinn ofan á. Það er eitthvert æsandi aðdrátt- arafl falið í uppgangi vaxandi borg- ar. Þar er allt á iði og þar ríkir líf og fjör. Því var nú svipað farið með Winnipeg á níunda tug aldarinnar og Carson City suður í Bandaríkj- unum á þeim sjöunda. Allt miðast við nútímann, líðandi stund. Það er ekki um neina fortíð að ræða né nokkurn umheim. Hamarshögg og sagarhljóð, glasaglaumur og seðla- vöndlar, það er allur veruleikinn. Sérhver maður virðist vera alveg sérstaklega athyglisverð persóna. Einstaklingshyggjan dafnar, per- sónueinkennin njóta sín og persónu- leikinn blómstrar eins og rós. P.F. tók þátt í öllu, sem var að gerast, og þekkti alla. Hann aðlaði alla íbúa Portagestrætis og veitti þeim alls kyns heiðursvott. Og að 6 mánuðum liðnum hafði honum safnazt mikill auður .... á papp- írnum. Hann fór í ferðalag til Aust- urhéraðanna og kom aftur með töfr- andi eiginkonu frá Toronto. Hann byggði sér stórhýsi niðri við Rauð- ána, fyllti það af myndum af fyr- irmönnum og hefðarkonum, sem hann sagði, að væru forfeður sínir, og sópaði til sín gestum, sem hann veitti af hinni mestu rausn daginn út og daginn inn. Hann var bankastjóri (banka, sem aldrei var opnaður), forstjóri brugghúss (sem átti að brugga öl úr vatni úr Rauðánni) og ritari og gjaldkeri Winnipeg-, Hudsonflóa- og Norður-íshafs járnbrautarfélagsins, sem hafði aflað sér réttinda til þess að leggja járnbrautarlínu til Norð- ur-íshafsins (þegar félagið yrði til- búið til slíks). Járnbrautarfélag þetta átti enga járnbrautarteina, ekki einn metra, en það notaði glæsi- leg bréfsefni og hafði gefið út frí- miðakort, og þess í stað fékk J.F. frímiðakort frá öllum hinum járn- brautarfélögunum, og á þeim gat hann ferðast um gervalla Norður- Ameríku. Hann var kosinn á Manitobaþing. Þeir hefðu gert hann að forsætis- ráðherra fylkisins, hefðu þeir ekki haft gamlan, virðulegan heiðurs- mann, sem gegndi því embætti þá þegar. Hann hét John Norquay. Og það leið ekki á löngu, þar til sjálf- ur Norquay át úr lófa J.F. eins og þægt lamb. Auk þess að láta líta svo út sem hann væri af frægu fyrirfólki kom- inn, tókst J.F. að bæta enn við þá miklu virðingu, sem honum var sýnd, með því að beita mjög snjöllu bragði. Hann gaf það ætíð í skyn að það væri í þann veginn verið að senda eftir honum frá hinum og þessum stöðum til þess að kippa ýmsum málum í lag. Og einhvern veginn hafði hann lag á því að fá fólk til að halda, að það væru þjóð- höfðingjar og aðrir forráðamenn þjóðfélagsins, sem það gerðu. Segði einhver sem svo við hann: „Ætlið þér að dvelja í Winnipeg allan vet- urinn, herra Leacock?" svaraði hann jafnan eitthvað á þessa leið: „Það er mikið komið undir því, hvað ger- ist í Vestur-Afríku.“ það var allt og sumt. Það var Afríka, sem for alveg með þá. Svo tóku uppgangstímarnir í Manitoba enda. Eignir pabba og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.