Úrval - 01.11.1966, Page 28

Úrval - 01.11.1966, Page 28
26 ÚRVAL vel fólltið hérna hefur komið fram við okkur. Hann ætlar einmitt að koma hingað í næstu viku.“ Sir John Macd.onald var forsætisráðherra herra okkar. Gistihúseigandinn hafði ekki vitað, að Sir John ætlaði sér að heimsækja bæinn, enda ætl- aði hann sér það ekki.' Og svo kom að lokatilþrifunum. „Jæja, við skulum nú sjá........ 76 dollarar.“ Er hér var komið, leit J.F. ákveðnu augnaráði beint í augu hóteleigandans og bætti við: „Látið mig fá 24 dollara og þá er auðveld- ara fyrir mig að muna að senda yður nákvæmlega 100.“ Hönd mannsins titraði ofurlítið. En hann afhenti 24 dollarana. Það er ekki svo að skilja, að J.F. hafi í rauninni verið óheiðarlegur. Hvað hann snerti, þá „frestaði" hann bara að borga reikningana. Hann framdi aldrei raunveruleg fjársvik. Honum kom slíkt jafnvel ekki til hugar. Allar hans „glæstu“ áætlanir voru opinberlegar og öll- um jafn sýnilegar og sólskinið .... en líka alveg óáþreifanlegar, þegar til kastanna kom. J.F. kunni vel að haga máli sínu eftir því, við hverja eða til hverra hann talaði. Eitt sinn kynnti ég hann fyrir hópi af vinum mínum í háskólanum, sem báru mikla virð- ingu fyrir háskólaráðum og lær- dómstitlum. J.F. sneri sér að mér og sagði ósköp hirðuleysislega: „Heyrðu annars, þú hefur sjálfsagt gaman af að vita það, að ég er ný- búinn að fá heiðursgráðuna frá Vatikaninu ....... loksins." Þessi viðbót, þetta litla orð „loksins", fór alveg með þá. Heiðursgráða frá sjálfum páfanum, já, og hann hafði meira að segja lengi átt von á henni. Auðvitað gat dýrðin ekki staðið endalaust. Smám saman dofnar trú- in og lántraustið þverr, lánardrottn- ar gerast harðir og grimmir og vin- irnir bregðast. Smám saman fór að hala undan fæti fyrir J.F. Nú var hann orðinn ekkjumaður, ósköp tötralegur og allhrumur. Hann hefði verið aumkunarverður, hefði hann ekki enn verið fullur óbifandi sjálfstrausts. Samtímis fór að harðna í ári hjá fólki almennt. Og svo fór að lokum, að hið fyrirhafnarlitla lánstraust hans í vínstofunum brást algerlega. Jim bróðir minn skýrði mér frá því, að J.F. hefði verið rek- inn út úr vínstofu í Winnipeg af bálreiðum barþjóni. J.F. hafði kom- ið með fjóra menn með sér inn i vínstofuna ,teygt úr fingrum ann- arrar handar með miklum glæsibrag og sagt: „Herra Leacock . • • • fimm.“ Barþjónninn fór samstundis að bölva honum í sand og ösku. J.F. tók þá undir arm eins af vinum sín- um og sagði: „Komdu, vinur, ég er hræddur um, að vesalings maðurinn sé orðinn brjálaður. En samt kann ég nú ekki við að kæra hann.“ Og brátt fór á sömu leið, hvað ö!l ókeypis ferðalög snerti. Forstöðu- menn hinna ýmsu járnbrautarfélaga komust loks að því, að það var ekki um neitt Norður-íshafs-járnbrautar- félag að ræða. J.F. tókst aðeins einu sinni enn að komast til Austurhér- aðanna. Ég hitti hanna í Toronto Hann var fremur tötralegur, en samt var hann með háan, harðan hatt, sem um var vafið hattbandi úr crepepappír. „Aumingja Sir John,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.