Úrval - 01.11.1966, Side 32
30
ÚRVAL
Ljósmynd af Suðurkrossinum
og Kolapokanum tekin á Union-
stjörnurannsóknarstöðinni í Jó-
hannesarborg, Suður-Afríku.
Stjörnur Suðurkrossins, hinar
björtustu, koma fram á mynd-
inni eins og allstórar kringlur
en ekki sem litiir ljósir deplar
eins og vera ætti, og síafar það
einungis af því ljósmyndunin
var látin standa nokkuð lengi.
En það er til þess að ná einn-
ig á myndina daufari og fjar-
lægari stjörnum Vetrarbraut-
arinnar. Því bjartari sem
stjarna er því stærri ljóshring-
ur kemur af henni á Ijósmynda-
plötuna á jafnlöngum tíms. Af
þessu má sjá með því að líta á
myndina, að tvær björtustu
stjörnur Suðurkrossins eru þær
tvær sem eru að neðanverðu
til vinstri. Rétt hjá þeim er hið
dimma, auða svæði Kolapokans.
Á því himinsvæði þar
sem stj örnumerki Suð-
urkrossins stígur fram
úr þykkni vetrarbraut-
arinnar, blasa við
óvenjulegar andstæður Ijóss og
skugga í miðju ljóshafi Vetrar-
brautarinnar er þarna blettur
með fáum stjörnum, sem sýnist
mjög dimmur vegna birtunnar í
kring. Sjófarendur nefndu hann
,,Kolapokann“, og þó að það nafn
sé ekki skáldegt lýsir það honum
vel. En frumstæðir og ómenntaðir
þjóðflokkar, eins og tii dæmis
Borró-Indíánar í Suður-Ameríku,
halda að þarna sé gat á himninum.
í trú þeirra er himininn aðeins ann-
að land — önnur jörð — í miklum
fjarska. Aðeins hinir langfleygustu
fuglar komast þangað, en þegar
þangað er komið er allt eins og hér:
tré og skógar og lifandi verur. Hjá
þessum mönnum verður himinninn
ekki að neinum ráðgátum umfram
þær sem þeir eiga að venjast í lífs-
báráttu sinni. Þeim finnst hann
vera hluti af þeim sjálfum. Þeir
hrífast af ímyndunum sínum líkt og
barn sem réttir út hendurnar eftir
tunglinu.
Smám saman misstu þessar mis-
sýningar vald sitt yfir mönnum og
að lokum varð sú trú einnig að
víkja, að Jörðin væri fastur og
óhreifanlegur miðdepill alheimsins,