Úrval - 01.11.1966, Page 33
SUÐURKROSSINN OG KARLSVAGNINN
31
sem sólin og allar aðrar himinstjör'n-
ur snerust um. Nú vita menn að
Kolapokinn er ekki gat á himni,
I
I
heldur geysistórt geimsvæði. þar
sem afarþunnar efnisþokur, hið svo-
kallaða geimryk byrgir fyrir ljósið
frá stjörnunum handan við.
Hollenzkur stjörnufræðingur að
nafni Pannekoek tók sér það fyrir
hendur að gera kort af syðri hluta
vetrarbrautarinnar eftir því sem
hann sá með berum augum. í ritgerð
um þessar rannsóknir sínar segir
prófessor Pannekoek meðal annars
frá því að suðurhluti Vetrarbraut-
arinnar sé ennþá miklu mikilfeng-
legri og fjölstirndari en sá hlutinn
sem aðeins sést í norðlægari lönd-
um. Það er eins og gróska hitabelt-
isins komi líka fram á himni, í þeim
hluta Vetrarbrautarinnar, sem sést
á þessum slóðum, og hann segir frá
því að svæði þar sem mjög skipt-
ust á ljósir og dökkir fleitir, orkuðu
svo mjög á hugarflug hans að hon-
um fannst hann skynja dýpt mynd-
arinnar og greina hvað væri nær
og hvað fjær, í ómælisdjúpum
geimsins. Það er engin furða þótt
jafnvel frumstæðir menn yrðu hug-
fangnir, þegar þeir höfðu slíka sýn
fyrir augum. Þannig var þetta á
Jövu, og á einum af hinum dimmu
blettum Vetrarbrautarinnar þóttust
hinir innfæddu þekkja risann
Bhima, en hann hefur líka verið
sýndur í skuggabrúðuleik.
R.
£
*
Teikningin sýnir Suðurkrossinn eins og hann blasir við
þegar hann stendur beint upp í hágöngu. Lengri ásinn
í krossinum bendir, eins og framlengda punktalínan
sýnir, á suðurskaut himins, og má finna skautið eftir
því. Eins og myndin sýnir, þá er krossinn skakkur. og
hægra megin í stjörnumyndinni eru tvær daufari stjörn-
ur sem gera merkið óreglulegra. Séð frá suðurodda Suð-
ur-Ameríku, er Suðurkrossinn í hágöngu nálægt því í
háhvirfli himins (Zenit).