Úrval - 01.11.1966, Síða 38
36
ÚRVAL
Karlsvagninn aldrei undir. Hinar
sjö stjörnur hans mynda mjög auð-
þekkjanlegt merki, sem sker sig því
betur úr, þar sem svo fáar stjörnur
aðrar sjást á þessu himinsvæði. Á
öllu því svæði, sem markast af hin-
um fjórum framstjörnum — „kerr-
unni“ er ekki nema ein stjarna sem
er nokkurnvegin vel sýnileg berum
augum, og jafnvel þótt brugðið sé
upp litlum sjónauka ,sjást þar ekki
nema fáar stjörnur. Stjörnur Karls-
vagnsins, eða að minnsta kosti sex
Ilvernig finna má Pólstjörnuna með því að miða við Karlsvagninn. Menn
munu eiga auðvelt með að þekkja Karlsvagninn á teikningunni. Sé tekið
mið í gegnum tvær öftustu stjörnur Vagnsins og línan framlengd um fimm-
falda fjarlægðina milli þeirra í þá átt sem myndin sýnir, lendir hún á
Pólstjörnunni. Næstyzta stjarnan á vagnstönginni er stundum notuð til
að prófa sjónina. Þegar nótt er dimm en þó stjörnubjört, má sjá við hliðina
á þessari stjörnu litla og daufa fylgistjörnu. Allar hinar sjö stjörnur Vagns-
ins eru bæði stærri og bjartari en sólin okkar. Sú sem er lengst til vinstri,
í enda stangarinnar, er langfjarlægust, og í 280 ljósára fjarska. Hún er af
arheit, bláhvít á litinn og að minnsta kosti þúsund sinnum bjartari en sól-
in. Hinar sex eru í 60 til 100 ijósára fjarlægð og birta þeirra frá þetta fer-
tugföld upp í 1100 sinnum ljósmeiri en sólin. Allar stjörnurnar nema ein
— sú sem er efst lengst til hægri — eru heitari en sólin okkar, en þessi
eina sem hefur kaldara yfirborð, en hinsvegar miklu stærra, því hún er
rauð jötunsól. Pólstjarnan er það sem kallað er gul jötunsól, og aðeins
litlu heitari en sólin, en miklu bjartari, að minnsta kosti 16000 sinnum, og
er í 400 ljósára fjarlægð. Eitt ljósár er sú vegalengd sem ljósið fer á einu
ári, en það er um 10 000 milljarðar kílómetra eða 250 milljón sinnum um-
hverfis jörðina.