Úrval - 01.11.1966, Síða 44

Úrval - 01.11.1966, Síða 44
42 ÚRVAL Hann var aðeins hálft sjötta fet á hæð í sjóstígvélum og með sjóhatt á höfðinu. Hann var ekki beinlínis mjúkur á manninn og kunni heldur betur að taka upp í sig. Það var sem „Blánefja“ fylltist kynngimögnuðum kraft undir stjórn Walters. Þegar hann stóð við stýri var hann vanur að tala til skonnort- unnar, eins og hún væri mannvera. Stundum talaði hann mjúkum rómi, en þó var hann oftar byrstur. Skips- höfnin stóð á því fastara en fótun- um, að skonnortan skildi hann og hlýddi honum. „Blánefja er næst- um mannleg", sagði einn þeirra, og sama má segja um Angie skip- stjóra.“ Gamlar erfðavenjur voru tengd- ar við þau bæði tvö, skonnortuna og skipstjóra hennar. Angus Walt- ers fæddist árið 1881 í Lunenburg í Nova Scotiafylki í Kanada, litlum hafnarbæ, sem hafði af að státa heimsins stærsta djúphafsfiskiflota, 150 seglskipum, sem sóttu hin stormasömu Grand Banks fiskimið úti fyrir Nýfundnalandi. fbúar Lunenburg voru margir af þýzkum uppruna. Smámsaman hófst sam- keppni milli fiskimannanna frá Lunenburg og áhafna skonnortanna í bænum Gloucester í Massachus- ettsfylki í Bandaríkjunum. Hvorir tveggja héldu því fram, að þeirra skip væru bezt og þeir væru betri sjómenn. Walters var bara 13 ára, þegar hann fór fyrst á sjóinn. Þeg- ar hann var orðinn fullgildur skip- stjóri 21 árs að aldri, voru keppi- nautar þessir byrjaðir kappsiglingar heim frá fiskimiðunum, með full- fermd skip fyrir fullum seglum. Samkeppni þeirra var í rauninni fremur vinsamleg. Þeir gerðu þetta fyrst og fremst vegna ánægjunnar einnar, sem þeir höfðu af kappsigl- ingunum. Skip Bandaríkjamannanna unnu oftast kappsiglinguna. Skipin frá Nova Scotia, sem stunduðu veiðar á fiskimiðum þessum, voru fremur byggð með burðarþol fyrir augum en hraða. Almenningur fylgdist ekki enn með kappsiglingum þess- um. Skipshafnirnar einar vissu i raun og veru, hverjir báru sigur úr býtum hverju sinni. Öðrum var al- veg sama um það. En á þessu varð gagnger breyt- ing árið 1920. Það hafði orðið að hætta við kappsiglingu skemmti- snekkja, sem bar heitið Ameríku- bikarinn, og var það vegna mikils storms. Þá ákvað dagblaðið „Her- ald“ í Halifax að gangast fyrir kappsiglingu sterkbyggðari skipa, þ.e. beztu skipanna í fiskiflota Bandaríkjanna og Kanada. í fyrstu keppninni það haust vann skipið „Esperanto" frá Gloucester með auðmýkjandi yfirburðum og fór aftur með nýja Alþjóðlega fiski- mannabikarinn til Boston- ríkjanna.” Stolt Lunenburgbúa var sært holundarsári. Þetta var meira en Angus Walters fékk afborið. Þennan vetur stundaði hann ekki sjó, heldur æddi hann um allt eins og grenjandi ljón og safnaði fé til þess að byggja fyrir skip, sem verða skyldi hraðskreyðara en nokkurt af þessum fiskiskipum Bandaríkja- manna. Honum tókst að selja 350 hluta- bréf í þessu fyrirhugaða fyrirtæki á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.