Úrval - 01.11.1966, Page 54
52
ÚRVAL
„Surke“ eftir Victor Vasa-
rely. Þetta virðist — eins
og til er ætlazt — vera hálf-
gagnsætt gler eða héluð
rúða.
■ Sjónbragðalistin (op-
listin) er eitt nýjasta
tízkufyrirbrigðið, og
kemur hún víða við í
tízkuhúsunum og tízku-
skruminu. í eðli sínu er hún — að
því er flestum virðist — í ætt við
það sem kallað hefur verið „sjón-
blekkingar" og flestir þekkja ein-
hver dæmi um. En orsakir þessara
sjónblekkinga eða það sem þær
byggjast á, hafa lengi verið við-
fangsefni vísindanna, í ýmsum
greinum, og vilja vísindamenn held-
ur kalla það sem þarna á sér stað
sjónbrögð (optiske overraskelser,
optical surprises). Sjónvillurnar eða
missýningarnar stafa af því að
skoðandinn hefur fyrir augum
eitthvað sem orkar á hann eins og
það sé eitthvað annað en það sem
reynist við nánari athugun. Til
skamms tíma kunnu menn betur að
lýsa flestum hinum þekktu sjón-
brögðum en að skýra þau.
Það er tiltölulega nýtilkomið að
farið var að rannsaka hinar ójálf-
ráðu hreyfingar augans og eftir-
skynjanir þær sem geta varað
nokkra stund á nethimnunni, og
þykjast menn hafa skilið þar ýmis-
legt nýtt. Við þessar rannsóknir
hafa líffræðingar og raffræðingar
frá Tæknivísindastofnun Kaliforníu
starfað saman og fundið upp sér-
staka aðferð til rannsókna, en hún
er í stuttu máli þannig að örlítill
spegill er festur á safngler í gler-
augum .Sá sem prófaður er setur
upp gleraugun, en Ijósgeisli endur-
kastast frá litla speglinum, hreyfist
í samræmi við hreyfingar augans,