Úrval - 01.11.1966, Side 70

Úrval - 01.11.1966, Side 70
Dyravörðurinn frá Grittihótelinu beið mín, þegar ég kom út úr þurru rökkri járnbraut- arstöðvarinnar í Fen- eyjum og steig út í skellibirtuna á hafnarbakkanum við Miklasíki. Þetta var um hádegið, og þar var ys og þys. „Hvernig gekk ferðin“ spurði hann, tók ofan og brosti. „Hún var indæl.“ „Signor Hemingway bíður yðar á hótelinu sínu.“ „Hvernig líður honum?“ „í góðu skapi.“ „En hvað um flugslysin? Er allt í lagi með hann?“ „Ja, hann virðist hafa meiðzt dá- lítið, en hann er sterkur, og hann er glaður og kátur eins og venju- lega.“ Hann setti töskurnar mínar út í bátinn frá Grittihótelinu. Ég stóð aftur í skut, þegar við sigldum af stað niður eftir síkinu, og horfði til baka. Mér varð hugsað til þess, hversu ólík þessi koma mín til Fen- eyja væri síðustu komu minni þang- að. Fjögur ár voru nú liðin frá síð- ustu Feneyjaferð okkar Ernests og bókinni „Yfir ána og inn í skóginn“. Það hvíldi drungi yfir öllu núna, að því er mér fannst, en slíkt hefði sannarlega ekki verið hægt að segja um síðustu Feneyjaferðina okkar. Hún hafði sannarlega verið indæl og hafði fylgt á eftir sigurgöngu okkar í París. Ernest hafði komið til Fen- eyja fyrir nokkrum dögum sem far- þegi á ss. Africa eftir að hafa hvað eftir annað orðið fyrir slæmum óhöppum og slysum í hinum þéttu 68 frumskógum nálægt Murchisonsfoss- unum í Uganda. Og hann hafði sagt mér í símanum, að hann væri miklu alvarlegar særður en menn hefðu hugmynd um. Hann hafði lent í tveim flugslysum, og hafði hið síð- ara verið alvarlegra en það fyrra, en samt hafði það verið það fyrra, sem hafði gefið tilefni til þess, að hann var syrgður um víða veröld og um hann tóku að birtast eftir- mæli í blöðum og tímaritum. Þessi söknuður hafði svo breytzt í gleði- hróp og blátt áfram vantrú, þegar Ernest kom skyndilega út úr frum- skóginum við Butiaba. (Fréttaritar- arnir lýstu komu hans til bæjarins á þann hátt, að hann hefði verið með stóran stilk af banönum í annarri hendinni, en ginflösku í hinni, en Ernest sagðist ekki geta státað af svo glæsilegu björgunarstarfi.) Og fréttamönnum þeim, sem ætt höfðu þangað til þess að hafa viðtal við hann, brá heldur en ekki í brún, þegar hann sagði við þá: „Sko, ég hef heppnina enn með mér.“ Þessi orð lýsa honum sannarlega vel. En nokkrum klukkutímum síðar virtist heppnin hafa yfirgefið hann. Björgunarvél hafði verið send á vettvang til þess að fljúga með Hemingwayhj ónin til baka til aðal- bækistöðva þeirra í Kenya. Þetta var de Halvilland Rapide, en hún hrapaði til jarðar í flugtaki og það kviknaði í henni. Og það var slys, sem hafði reynzt Emest skeinuhætt. Mér barst símskeyti til Hollands um komu hans til Feneyja, en ég var þá einmitt að undirbúa grein um það konunglega hneykslismál, sem vakti einna mesta athygli þa ÚRVAL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.