Úrval - 01.11.1966, Síða 71
PAPA HEMINGWAY
69
stundina, játningu Júlíönu drottn-
ingar um, að hún tæki ákvarðanir í
ýmsum máium með hjálp og fyrir
handleiðslu spámanns eins, sem
fékkst við dulræn efni. í símskeyt-
inu frá Ernest var ég beðinn um að
heimsækja hann í Grittihöllinni.
Rödd Ernest hafði virzt furðulega
sterk og kraftmikil í langlínusím-
talinu, sem ég átti við hann. „Hve
iengi ætlarðu að halda áfram að
snurðra í kringum þessa höll?“ hafði
hann spurt.
,,Ég held, að ég sé búinn að slæp-
ast hér nógu lengi til þess að vera
ekki lengur velkominn gestur,“
hafði ég sagt við hann. „Hallarverð-
irnir hafa verið að fitla við byssum-
ar undanfarið, þegar ég hef birzt
þar. Virðist þér það bera vott um
óvinsamlega afstöðu?"
„Jamm. Ég held, að þú ættir að
flýja kóngalífið og koma hingað suð-
ur eftir. Þú mátt til með að sjá það
með eigin augum, að Feneyjar hafa
ekki verið eyðilagðar, síðan við yf-
irgáfum þær. Ég ætla héðan eftir
nokkra daga til þessa að hitta Mary
í Madrid, og ég hélt kannske, að
þig langaði til að slást með í förina.
Ég hef dýrlegan Lancia bíl og góðan
bílstjóra, sem getur slegið í hann
eða ekið rólega eftir vild. Ég vil
síður, að hann slái mikið í hann, þar
sem við höfum nógan tíma, áður
en San Isidrohátíðahöldin hefjast í
Madrid. Ég gæti svo sem farið einn,
en ég er bara svo skrambi krambúl-
eraður eftir að hafa hrapað í þessum
flugdrekum þarna úti um alla
Afríku. Við höfum reynt að halda
þessu frá skopblöðunum, en ég fékk
ekki sem bezt spil á höndina, þegar
Sprengikúla varð þess valdandi að Heming-
way fór á sjúkrahús og notaði þá hjóla-
stól. Sbr. Vopnin kvödd.
seinni flugdrekinn fuðraði upp
þarna suður frá, laust nýra og þessi
venjulegu innvortismeiðsli plús full-
kominn hristing hérna uppi á hana-
bjálkaloftinu, tvöfalda sjón og svo
framvegis. Nú er eitthvað að vinstra
auganu, og niðri á ströndinni var
skrambi slæmur skógareldur, sem
ég þurfti að glíma við, og ég skað-
brenndi vinstri höndina, sko, þá
góðu, og af því að ég var máttlaus-
ari en ég hélt þá datt ég á hramm-
ana og brenndi vömbina, dálítið af