Úrval - 01.11.1966, Síða 83
PAPA HEMINGWAY
81
stöðuna hjá Harry áttum við að
hitta nokkra andaveiðifélaga Ern-
sets frá Toriello, en þá hefði ég
hitt í fyrri för minni til Feneyja.
Þessi áætlun virtist vera helzt
til strembin fyrir mann, sem líkt
var ástatt um og Ernest núna. Ég
hafði orð á þessu, en þá sagði hann:
„Þeir hafa dregið svolítið úr hraða
mínum, en þeir hafa sannarlega
ekki stöðvað mig. Þeir mundu verða
að höggva af mér báðar lappirn-
ar um hnéð, og negla mig á steglu,
ætti þeim að takast það. Og þótt
þeim tækist það, mundi ég sjálf-
sagt ná til þeirra á minn sérstaka
hátt.“
Það lék illþyrmislegur Adría-
hafsvindur um Markúsartorgið,
þegar við Ernest þumlunguðum
okkur áfram í áttina til Harry’s
Bar. Við höfðum þegar séð smaragð-
ana hjá Cogdognato, sent blóm og
afþökkunarbréf sem svar við kvöld-
verðarboði greifynju einnar og lit-
ið eftir hökkun hamborgarakjöts-
ins í slátrarabúð við Barozzigötu.
Nú var barinn hans Harry sá griða-
staður, sem við hlutum nú að laun-
um fyrir allan þennan dugnað.
Við stóðum þarna við barinn og
drukkum Blóð-Maríu, en hún var
ekki í sama flokki og Bertin’s. Bar-
þjónninn spurði Ernest, hvað hon-
um fyndist um hnefaleikakeppnina,
sem háð hafði verið kvöldið á und-
an, en þá hafði ítalinn Tiberio
Mitri barizt við Englendinginn
Randy Turpin. Ernest sundurgreindi
þennan 50 sekúndna bardaga í
smæstu smáatriðum og útskýrði
hvert atriði, og síðan fór hann að
Stríðsfréttaritari í síðari heimsstyrjöldinni.