Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 85

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 85
PAPA HEMINGWAY 83 lagi með Ungfrú Mary?“ Hann æpti á móti: „Allt í lagi, Papa. Förum út að framan.“ Var skrambi feginn að sjá Ungfrú Mary án skrámu, já, jafnvel með skartgripaöskjuna sína í hendinni. Ég hef aldrei lent í neinu svo slæmu slysi, að kona hafi gleymt að bjarga skartgripunum sínum. Við stóðum þarna bara og horfð- um á de Havilland flugvélina brenna upp til ösku án þess að geta gert nokkuð. Og ég skrifaði hjá mér nokkrar vísindalegar athugasemd- ir, sem þú kynnir að hafa áhuga á, Cipriani, sem mikill hugsuður á sviði áfengisdulrænunnar. Fyrst tók ég eftir því, að það kváðu við fjórir stuttir hvellir, sem ég skrif- aði hjá mér, að væru Carlsberg- bjórarnir okkar fjórir. Svo kvað við hærri hvellur, sem ég áleit Grand Macnishflöskuna, og þar að auki var hún hálftóm. En það var ósvik- inn stíll yfir hvellinum í Gordon- ginflöskunni. Ég skrifaði 16.000 orða grein um flugslysin fyrir „Look“, en það var ekki auðvelt, Stundum vildi ég, að ég hefði hjálp- arkokk, ósvikinn „ritdraug". Skráð af Truman Capot eftir frásögn Ernest Hemingways." Stór, gulmórauð læða kom nú að borðinu, og Ernest tók hana upp og lagði hana að vanga sér og klóraði henni bak við eyrun. „Ég fékk bréf frá René í gær þess efnis, að „Vina- laus“ og „Unun“ hafi lent í alvar- legum bardaga og væru nú alger- lega horfin.“ Nú var komið að borðinu með bláa kavíardós á stærð við litla hattöskju, og Ernest klappaði Cipri- ani á öxlina í þakklætisskyni. Við gengum aftur yfir Markús- artorgið, sem var þakið dúfum, sem færðu sig rétt um nokkra þumlunga til þess að lofa okkur að komast leiðar okkar. Þarna voru aðeins nokkrir skemmtiferðamenn að kaupa poppkorn af gömlum götu- sala. Þegar við gengum fram hjá honum, sagði Ernest: „Sérðu þenn- an gamla karl? Jæja, hann átti gamlan páfagauk, sem kvefaðist einn daginn og sagði þrisvar sinnum: „Ég er að fara til himna“, og datt svo niður dauður.“ Tveir ungir menn með loðhatta gengu flissandi fram hjá okkur. „Eitt hef ég lært,“ sagði Ernest, „maður ætti aldrei að slá homma .... hann æpir bara.“ Ein af dúf- unum flaug upp og settist sem snöggvast á handlegg Ernests. Ernest stanzaði og klappaði henni. „Einu sinni leigði ég herbergi á St.James et Albany hótelinu í París,“ sagði hann, „og í botninum á postulínsklósettskálinni voru tveir bláir ástarfuglar. Olli hægðatregðu hjá mér.“ Hamborgarakvöldverðurinn í Ivanvichöllinni vakti almenna hrifn- ingu. Það var auðvelt að sjá, að Adriana skipaði vissan sess í lifi Ernests. Ég komst síðar að því, að Ernest hafði oft í fylgdarliði sínu stórglæsilega stúlku, sem hann hóf til skýjanna líkt og kvenhetjurnar í skáldsögum sínum. Þessi „róman- tíska stúlka“ var aldrei aðili að neinu leynimakki, heldur opinber fylgdarkona, kona, sem Ernest veitt- ist tækifæri til að sýna skrautfjaðr- irnar og ganga í augun á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.