Úrval - 01.11.1966, Síða 86

Úrval - 01.11.1966, Síða 86
84 ÚRVAL Eftir hamborgarakvöldverðinn kom Adriana með til gistihússins til þess að taka þar þátt í kveðju- veizlu. Frederico beið þar þegar ásamt hópi annarra velunnara. Ég gat séð, að Ernest fann öðru hverju til sárra þrauta, en samt tókst hon- um að skemmta sér, þar sem hann lá endilangur á rúminu. Um miðnætti var ég beðinn að sýna, hvernig amerískur „baseball“ er leikinn. Ég man ekki, hvernig á þessu stóð. Ernest var að ræða við brezkan vin sinn, sem var kolbrjál- aður cricket-unnandi, og þannig átti þetta víst upptök sín. Ernest stakk upp á því, að við vefðum ullarsokkum af honum í vöndul og notuðum þetta fyrir basaballbolta, og ég átti þá snjöllu hugmynd að nota hinn skrautlega „dyrabank- ara“ sem kylfu. Dyrabankararnir á Grittihótelinu eru mjög skrautlegir eins og allt annað á þeim stað. Þeir eru úr handskornu maghoný. Und- ir þeim er blýundirstaða og út úr þeim stendur mjótt skaft, sem lík- ist borðfæti. Þetta var alveg prýði- leg kylfa. Fredrico tók að sér að kasta boltanum til mín, og ég tók mér stöðu, reiðubúinn að slá bolt- ann, þegar hann kæmi fljúgandi til mín. Ég sló boltann alveg í rétta átt út á miðjan „völl“ í fyrsta höggi, en mér til óttablandinnar undrunar flaug „sokkaboltinn“ í gegnum rúð- una og eitthvað út í Feneyjanótt- ina. Rúðan brotnaði með hræðilegu glamri, og við heyrðum reiðilegar raddir berast til okkar neðan frá gangstéttinni. í nokkur augnablik baðaði ég mig í aðdáun hinna yfir því að hafa slegið af slíkum krafti í ullarsokka, að þeir splundruðu glerrúðu. En svo uppgötvuðum við, að það, sem hafði í raun og veru gerzt, var, að blýundirstaða dyra- bankarans hafði losnað af og flogið í gegnum rúðuna ásamt sokkunum. Ég á enn eitt af glerbrotunum, árit- að af öllum þeim, sem viðstaddir voru. Þetta voru endalok veizlunnar. Þegar við yfirgáfum gistihúsið næsta dag, bauðst Ernest til þess að borga fyrir brotnu rúðuna. „Ójá, rúðan,“ sagði hótelstjórinn. „Flugdiskurinn straukst rétt við nefið á herramanni einum, sem er því miður meðlimur borgarráðsins. Þessi herramaður kom inn til okk- ar með flugdiskinn í hendinni, skjálfandi af reiði, en okkur tókst að róa hann. Hvað snertir greiðslu fyrir rúðuna, þá hefur enginn í allri sögu Grittihótelsins nokkru sinni leikið „baseball" í herbergjum þess, að því er við bezt vitum, og til minningar um þennan atburð, Signor Hemingway, höfum við í hyggju að draga 10 prósent frá reigningnum yðar.“ Ernest bauð hótelstj óranum inn á bar til þess að fá glas af skiln- aðarkampavíni. Við skáluðum við alla, og Ernest var ósköp dapur á, svipinn. Hann sagði oft, að honum væri illa við að yfirgefa sérhvern þann stað, sem hann dveldi á þá stundina, og var þetta sérstaklega satt, hvað Feneyjar snerti. Ernest steig hægt um borð í vél- bátinn og Adamo hjálpaði honum. Þetta var augsýnilega kvalafullt fyr- ir hann. Þegar við vorum komnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.