Úrval - 01.11.1966, Síða 94
92
ritið að „A moveable Feast“, en
hann gat í raun og veru ekki unnið
neitt við það. Það var ómögulegt
að ná þannig til Ernests, að slíkt
gæti þokað burt þeim ömurleika
og drunga, sem var uppspretta
hinna stöðugu ímyndana og sjálfs-
blekkinga. Hann talaði nú enn oft-
ar en áður um að binda endi á líf
sitt, og stundum stóð hann fyrir
framan byssugrindina sína með
byssu í hendi og starði út um glugg-
ann á fjöllin í fjarska.
Ég sagði Mary, að ég áliti það
alveg augsýnilegt, að Ernest hefði
þörf fyrir tafarlausa og ýtarlega
sálfræðilega aðstoð. Ég sagði, að
svo framarlega sem hún vildi, að
ég tæki við framkvæmdum í máli
þessu, þá færi ég tafarlaust aftur
til New York og setti mig þar í sam-
band við mjög duglegan sállækni,
sem ég þekkti þar. Hún hvatti mig
til þess að gera þetta sem allra fyrst.
Ég hafði tal af Vernon Lord,
áður en ég hélt burt, vegna þess
að nauðsynlegt mundi reynast, að
þeir Ernest samþykktu það báðir,
að sérfræðings skyldi leitað og til-
raunir gerðar til lækningar. Vernon
skýrði mér frá því, að Ernest hefði
afhent honum bréf, sem opna skyldi,
eftir að hann hefði verið handtek-
inn. Vernon sagðist þegar hafa les-
ið bréfið, sem hafði að geyma fyrir-
mæli um aðstoð Mary til handa og
ýmiss konar yfirlýsingar um sak-
leysi Vernons, sem áttu að vernda
hann frá ímynduðum ofsóknum.
Vernon sagði, að hluti bréfsins væri
eintómur óskapnaður, sem ómögu-
legt væri að botna nokkuð í. Hann
var haldinn jafnmiklum ótta og
ÚRVAL
Mary sjálf vegna ástands Ernests.
Af sjúkrahúsinu á andaveiðar.
Ég spurði Vernon, hvort hann
gæti ekki gripið til þess bragðs,
næst þegar hann mældi blóðþrýst-
ing Ernests, að segja, að hann hefði
hækkað nokkuð.
„Áttu við, að hann hafi hækkað
nægilega til þess, að Ernest verði
hræddur?“
„Ja, nægilega til þess, að þér
takist að sannfæra hann um, að
hann verði að fara eitthvað til þess
að undirgangast ýtarlega skoðun,
prófanir og læknismeðhöndlun. Ég
er að velta því fyrir mér, hvernig
við getum komið honum á ein-
hvern þann stað, sem sérfræðingur-
inn í New York mælir með, ef hann
mælir þá með einhvers konar
sjúkrahúsavist.“
„Þetta kynni að takast,“ sagði
Vernon. „Blóðþrýstingur hans er.
einmitt eitt af því, sem honum er
ekki alveg sama um.“
Sállæknirinn í New York, en hann
ætla ég að kalla dr. Renown, lét
hendur standa fram úr ermum.
Hann sagði, að lýsingin á ástandi
Ernests benti eindregið til þess, að
hann þjáðist af þunglyndi og of-
sóknaræði í senn. Og í símtali sínu
við Vernon Lord mælti hann fyrir
um notkun vissra nýrra lyfja, sem
hann áleit, að koma mundu að ein-
hverju gagni, þar til Ernest kæmist
í sjúkrahús.
Það var auglýnilegt allt frá byrj-
un, að aðeins kæmi til greina sjúkra-
hús, þar sem var bæði um að ræða
deildir fyrir líkamlega og andlega
sjúkdóma, þannig að hægt yrði að