Úrval - 01.11.1966, Side 104
102
ÚRVAL
Hún gerir sér grein fyrir því. Hún
gerir sér grein fyrir því, hversu
illa mér líður, og hún kvelst, þeg-
ar hún er að reyna að hjálpa mér.
Ég vildi, að ég gæti hlíft henni
við því. Heyrðu, Hotch, hvað sem
fyrir kemur, hvað sem . þá
er hún góð og sterk, en minnztu
þess stundum, að sterkustu konur
þarfnast einnig hjálpar."
Ég gat ekki afborið þetta leng-
ur. Ég gekk svolítið afsíðis. Hann
gekk til mín og lagði handlegginn
á axlir mér. „Vesalings gamli
Hotch,“ sagði hann. „Mér þykir
þetta svo fjári leitt. Hérna, ég vil,
að þú eigir þetta.“ Hann var með
hestakastaníuna frá París í hendi
sér.
„En Papa, þetta er gæfugripur-
inn þinn.“
„Ég vil, að þú eigir hann.“
„Þá skal ég gefa þér annan í
staðinn.“
„Ég beygði mig niður til þess að
taka upp litfagran stein,, en Ernest
kom í veg fyrir það. „Ekkert héð-
an,“ sagði hann. „Það er ekkert til,
sem heitir gæfugripur frá Rochest-
er í Minnesota.“
Ég var með lyklakippuhring á
mér, sem ein af dætrum mínum
hafði gefið mér, og við hann var
fest tréfígúra, svo að ég losaði hana
af og gaf honum.
„Bara ég gæti komizt aftur heim
til Ketchum ....... Hvers vegna
talar þú ekki við þá fyrir mig?“
„Ég skal gera það, Papa, ég skal
gera það.“ Ég fann skyndilega til
léttis. „Og þú ættir að hugsa af al-
efli um allt það, sem er þér einhvers
virði, og það, sem þér þykir gam-
an að gera, en ekki um allt þetta
neikvæða. Það væri það bezta, sem
þá gætir gert.“
„Auðvitað. Auðvitað er það rétt.
Allt hið bezta í lífinu og aðra slíka
þvælu. Fjandinn hafi það allt sam-
an! Hvað er manninum einhvers
virði? Að halda heilsu sinni. Að
leysa starf sitt vel af hendi. Að eta
og drekka með vinum sínum. Að
skemmta sér í rúminu. Allt þetta
er mér horfið. Skilurðu það? Fjand-
inn hafi það! Það er alls ekkert
eftir. Og hver á að vernda mig fyr-
ir Ríkislöggunni, meðan ég er að
gera áætlanir um skemmtilega daga
og ævintýri um allan heim? Og
hvernig verður hægt að borga skatt-
ana, ef ég framleiði ekki lengur þá
vöru, sem borgar þá fyrir mig? Þú
hefur verið að spyrja og spyrja,
snapa og snuðra, en þú ert eins og
allir hinir, vitnar á móti mér fyrir
ríkisrétti, selur þig þeim . . . . “
Ég æpti að honum: „Papa! Papa,
hættu þessu helvíti! Hætu þessu!“
Það fóru skj álftakippir um hann,
þennan magra, gamla, fallega mann,
og hann lagði höndina snöggvast
fyrir augu sér, áður en hann lagði
hægt af stað niður eftir stígnum,
sem lá í áttina til bílsins. Fleiri orð
fóru ekki okkar í milli á leiðinni
heim til sjúkrahússins.
Ég dvaldi nokkrar stundir hjá
honum í sjúkrastofunni. Hann var
þægilegur í viðmóti en fjarlægur.
Við töluðum um bækur og íþrótt-
ir, engin einkamál. Síðla dags ók
ég aftur til Minneapolis. Ég sá hann
aldrei framar.
Þann 2. júlí flaug ég frá Malaga
til Madrid og dvaldist þar um nótt-