Úrval - 01.11.1966, Síða 105

Úrval - 01.11.1966, Síða 105
PAPA HEMINGWAY 103 ina, en ég ætlaði með morgunþot- unni til Rómar. Þegar ég var á leið út úr hótellyftunni að morgni þess 3. júlí á leið minni til flugvallarins, kom Bill Davis í flýti inn í and- dyrið. Hann hafði ekið alla nóttina, eftir næstum endilöngum Spáni, til þess að skýra mér frá því, að Ernest væri búinn að skjóta sig, og til þess að vera hjá mér, þegar ég fengi þessa fregn. Mér þótti vænt um, að Bill hafði gert þetta. En það sem Ernest hafði gert, snerti mig ekki djúpt fyrst í stað. Það tók mán- uði. í flugvélinni á leið til Rómar las ég í blöðunum um atburð þennan, þar sem þetta var rakið. Það fór eins og dr. Renown hafði spáð. Það voru risavaxnar fyrirsagnir á for- síðum dagblaðanna hvar sem ég kom. í fregninni frá Associated Press fréttastofunni var skýrt frá því, að Ernest hefði verið glaðleg- ur í bragði í þriggja daga bílferð um norðurhluta fylkisins og hefði litið út fyrir, að hann skemmti sér vel. Svo var skýrt frá því, að hann hefði snætt ánægjulegan kvöldverð fyrsta kvöldið sitt heima og hefði jafnvel tekið undir, þegar Mary fór að syngja einn af uppáhaldssöngv- unum þeirra, „Tutti Mi Chimmano Bionda.“ Samkvæmt frásögn Mary hafði svo kveðið við byssuskot í húsinu næsta morgun. Hún hljóp niður. Hún sagði, að Ernest hefði verið að hreinsa eina af byssunum og hann hefði af slysni hleypt af og drepið sig. Ég gat ekki áfellzt Mary fyrir að reyna að dylja hið sanna. Hún var ekki undir það búin að horf- ast í augu við það, sem hafði i raun og veru gerzt, og því varð sag- an svona, þegar hún varð að gefa einhverja skýringu. Hvaða máli skiptir sannleikur, þegar um slík- an atburð er að ræða? Færir sann- leikurinn okkur nokkuð aftur? Dregur hann úr kvölunum? Ég sendi Mary langt skeyti, en ég fór ekki til Katchum til þess að vera viðstaddur jarðarförina. Ég gat ekki kvatt Ernest innan um hóp manna við opinbera athöfn. Þess í stað fór ég til Santa Maria. Sopra Minera í Róm, kirkjunnar hans, ekki minnar, vegna þess að ég vildi kveðja hann á hans eigin stað. Ég fann yfirgefið hliðaraltari og sat fyrir framan það í langan tíma og hugsaði um alla góðu dag- ana, sem við höfðum átt saman, lét hugann reika, allt frá fyrsta hikandi fundi okkar á Floridita í Havana. En þegar tími var kominn til að fara, þá datt mér ekki annað í hug til þess að segja en „Gangi þér allt í haginn, Papa.“ Ég áleit mig vita það ofur vel, hversu vænt honum þótti um mig, svo að mér fannst það ekki hafa neina þýðingu að minnast á slíkt. Ég kveikti á kerti og stakk dálítilli upphæð í fátækrakassann og eyddi svo síðari hluta nætur aleinn á reiki um hin fornu stræti Rómar. Ernest hafði haft á réttu að standa. Maðurinn er ekki skapaður fyrir ósigur. Það er hægt að eyða manninum, en ekki að sigra hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.