Úrval - 01.11.1966, Qupperneq 106
Or*ð og orðasambönd
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu. Prófaðu
kunnáttu þína í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með því að
finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri en eina
rétta merkingu að ræða. — Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér ein-
kunn og metið þannig getu sína, þ.e. 0,5 fyrir hvert rétt svar og tilsvarandi
lægri einkunn fyrir svarið, ef um er að ræða fleiri en eina rétta merkingu og
hann hefur aðeins tekið fram aðra eða eina þeirra.
1. lumpa: bleyða, lasleiki, kúla, bólga treyja, hlussa, subba, bleyta, ónytjung-
ur, léttúðarkvendi, slæmt veður, ólund.
2. nasvitur: ósvífinn, djúpvitur, með miklar eðlisgáfur, grunnfær, slunginn,
með yfirborðslegar gáfur, fjölhæfur, reyndur, þefnæmur, afskiptasamur.
3. að tygja: að frétta, að efast, að gagna, að tálga, að bíta, að útbúa, að hafa
samskipti við.
4. löskur: galli, latur, duglegur, viljugur, slappur, vaskur, fótlíkan skósmiða,
efsti hluti vettlings, neðsti hluti vettlings, geiri.
5 .að mylgra e-u í e-n: að skýra e-m frá e-u, að sletta e-u í e-n, að láta e-ð
af hendi við e-n í smáskömmtum, að afhenda e-m e-ð í einu lagi, að Ijúka
e-u í e-n, að drótta e-u að e-m.
6. ærna: heiður, kappnógur, of mikill, of lítill, eignarfall fleirtölu af ær(kind),
metorð, heiðarleiki, stelputryppi.
7. að rutta: að ryðja, að aka sér, að sýna ókurteisi, að ræða, að rugla, að eyði-
leggja, að ónotast, að stagast á e-u.
8. úlgur: bólga, óveður, ónot, skapvonzka, ólga í sjó, hvassviðri, lús, kláði, í
munni, fiskur, rotnun, ósættir, rifrildi.
9. að æmta: að gruna, að gana áfram, að hafa í hyggju, að tala lágt, að
ræskja sig, að hósta, að þegja, að hrópa, að álíta, að búazt við, að muldra.
10. flikra: ógleði, stórt stykki, hlussa, fiskur, ögn, mislitur blettur, rifa á flík,
spjör, slitin ábreiða, sjal, fljótfær kona.
11. að skvolpa: að þvo, að hreinsa, að blanda, að þvaðra, að spýtast, að bólgna,
að hoppa, að háma, að svolgra, að skvampa.
12. espur: æstur, deilur, skammir, uppstökkur, þunglyndur, leikinn, ágjarn,
trjátegund, skordýr (í flt.), hankir, léttlyndur.
13. að ybbast: að kasta upp, að aflagast, að hækka, að derra sig, að hreyfast,
að fitna, að bólgna, að vaxa, að þverra, að þrjóta.
14. þusl: drasl, úrgangur, barefli, tröll, skrjáfur, lurkur, hávaði, muldur, þúfa,
vindkviða, fjandskapur, eldiviður.
15. að leggja e-ð fyrir róða: að sleppa hendinni af e-u, að leggja út fiskinet,
að hætta róðrum, að hefja róðra, að krjúpa á kné fyrir framan kross, að
kasta e-u á glæ„ að yfirgefa e-ð.
16. skursla: ögn, fleiður, varta, skráma, drusla, höfuð klútur, herðasjai, treyja,
yfirhöfn, subba, bátur, hvalveiðitæki, fyrirferðarmikil kona, ýturvaxin
stúlka.
17. rangali: afkimi, ógöngur, misskilningur, langur gangur, óréttlæti, misferli,
lævísi, vanskapaður kýrhali, hali með illhærum.
18. að hvima: að skima, að efast, að ræskja sig, að þjóta, að hrökkva við, að
vera e-m til leiðinda, að litast forvitnilega um, að litast flóttalega um.
19. skumpur: afturendi, áfall, hrúgald, fugl, regnskúr, rykkur, ofanígjöf, stórt
stykki, lurkur, skellur, stormur.
20. sámlitaður: ljósleitur, bjartur, dökkleitur, dökkur, mislitur, upplitaður,
yrjótur, dröfnóttur, skjöldóttur, blesóttur, mógofóttur, bröndóttur, með
ójöfnum lit, eins á liinn, með samfelldum lit.