Úrval - 01.11.1966, Síða 109

Úrval - 01.11.1966, Síða 109
W. SOMERSET MAUGHAM 107 komið í skóla í Canterbury. Skóla- félagar hans gerðu óspart gys að staminu, og þó að slíkt gæti talizt eðlilegt, þegar unglingar eiga í hlut, þá er slík framkoma óafsakanleg hjá fullorðnum. En kennararnir voru engu skárri en nemendurnir, því að þeir stríddu honum og hæddu hann fyrir málheltina. Hefði stamið ekki bagað Maug- ham, mundi hann sennilega hafa orðið lögfræðingur eins og tveir eldri bræður hans. Föðurbróðir hans hafði ákveðið að hann lærði til prests, en pilturinn hafði engan áhuga á því, og var jafn ákveðinn í að fara sínar eigin götur. Um þetta leyti var það siður, að piltar frá efnaheimilum færu utan til námsdvalar eftir að þeir höfðu lokið skólanámi heima fyrir. Maug- ham ákvað að reyna að fá leyfi föð- bróður síns til slíkrar utanfarar og honum til mikillar undrunar féllst presturinn á að leyfa honum að stunda nám við háslcólann í HEIDELBERG í eitt ár. Og það var þar, sem Maugham fékk loks að njóta lífsins og kynnast frelsinu, sem hann hafði verið sviptur bæði á prestssetrinu og í skólanum heima 'á Englandi. Félagar hans gerðu ekki gys að honum þó að hann stamaði, og hann fór brátt að taka þátt í umræðum um bók- menntir og listir. Fólk, sem stamar og tekur þennan ágalla nærri sér, verður oft inn- hverft. Þessu var þannig farið með Maugham, en hann var gæddur næmri athyglisgáfu, eins og öll rit hans bera vott um, og þessi hæfi- leiki þroskaðist við erfiðleika hans að tjá sig í mæltu máli. Eftir dvöl- ina í Heidelberg ákvað hann að verða rithöfundur hvað sem það kynni að kosta. Hann brá sér 1 stutt ferðalag um Þýzkaland og fór síðan til ítalíu og Svisslands. Þessi ferða- lög vöktu í honum þá útþrá, sem hann var að svala allt sitt líf og hafði svo mikil áhrif á öll verk hans. Hann vissi, að föðurbróðir hans mundi aldrei samþykkja að hann yrði rithöfundur, og þar sem hann gat ekki hugsað sér að verða prestur, féllst hann á að lesa læknisfræði. Hann hóf nám við Tómasarlækna- skólann í London átján ára gamali, en sem óreglulegur nemandi, þann- ig að hann var ekki skuldbundinn að ljúka prófi. Meðan Maugham var að læra læknisfræðina, bjó hann sig jafn- framt undir rithöfundarstarfið, sem hann hafði ákveðið að gera að ævi- starfi sínu. Hann eyddi miklum tíma í að lesa enskar og evrópskar bókmenntir og fyllti margar vasa- bækur af söguefnum og mannlýs- ingum, spakmælum og skrýtlum. Eftir tveggja ára nám fór hann að starfa við þá deild spítalans, sem annaðist sjúkravitjanir í borginni, og virðist það hafa aukið áhuga hans á læknisfræðinni. En í raun- inni var það áhugi rithöfundarins, sem vaknaði, því að í sjúkravitjun- um kynntist hann lífinu í allri þess nekt — ótta, þjáningu, örvæntingu, vonum og hugrekki. Hvort sem hann gerði sér grein fyrir því eða ekki, þá var hann þessi ár að viða að sér efni í þau ritverk, sem hann átti eftir að skrifa þegar tímar liðu. Um þessar mundir byrjaði hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.