Úrval - 01.11.1966, Side 112
SÞó að náttúrulækninga-
stefnan sé ennþá ung
að árum, að minnsta
kosti hér á landi, hefir
henni tekizt að hafa
nokkur áhrif, bæði á hugsunarhátt
manna og lífshætti. Ennþá nýtur
hún þó ekki þeirrar hylli og virð-
ingar, sem hún verðskuldar. Hér
verður minnzt á einn þátt hennar,
sem að mínum dómi hefur ekki
verið nógu mikill gaumur gefinn.
Það er að vísu rétt, að miklu máli
skiptir, hvað það er, sem menn
leggja sér til munns, en hitt hefir
líka átt mikla þýðingu, hvernig
matast er, hvernig menn fara að
því að taka til sín fæðuna. í Aust-
urlöndum var í fyrndinni litið á
borðhald sem helgisið (ritual), og
því var talið óviðurkvæmilegt að
matast með miklum flýti og án
gaumgæfni. Eiginlega var litið svo
á, að sá, sem mataðist, ætti að hafa
sálufélag við fæðuna. Hann mátti
ékki vera í slæmu skapi, — ekki
reiður eða hryggur eða í neinskon-
ar uppnámi, og ekki mátti hann
heldur háma í sig matinn, jafnvel
þó að hann væri hungraður. Eg
held, að nútíðamenn hefðu gott
af því að tileinka og temja sér þessa
afstöðu til borðhalds, því að ef þeir
gerðu það, mundu þeir bæði njóta
110