Úrval - 01.11.1966, Síða 117

Úrval - 01.11.1966, Síða 117
FURÐUVERÖLD HAFSBOTNSINS 115 sem eru risavaxnari en hinar miklu sléttur Bandaríkjanna og fjallgarð- ar, sem eru enn stærri og stórfeng- legri en sjálf Alpafjöllin. í furðu- veröld þessari ríkir algert myrkur. En þessi veröld er ekki þögul, og ekki er hún heldur hreyfingarlaus. Deyfðar titringsöldur frá jarð- skjálftum flæða í gegnum djúpin. Þar er einnig um að ræða lárétta og lóðrétta hreyfingu sjálfrar jarð- skorpunnar á hafsbotninum og hins seigfljótandi efnis sem undir henni liggur. Furðulegar lífverur hafa fundizt í þessum myrkri heimi, þar sem álitið hefur verið, að „ó- mögulegt" sé, að nokkuð líf geti þróazt. En könnuðir munu aldrei getað gengið um í furðuveröld þessari, því að enginn „geimfarabúningur“ gæti verndað manninn frá því að kremjast til bana undir hinum ofsalega vatnsþrýstingi þarna niðri, sem getur náð allt að sjö tonnum á hvern ferþumlung. Djúphafsköfun- arskip Piccards getur farið allt nið- ur á úthafsbotninn, en mennirnir um borð í skipinu geta ekki yfir- gefið skipið þarna niðri, heldur að- eins skoðað það sem sést í hinum litla ljóshring frá ljóskösturum þeirra. Út geta þeir ekki farið. Þessi ótrúlega veröld hefur ver- ið mönnum algerlega hulin, en nú eru menn teknir til að afhjúpa leyndardóma hennar með hjálp nokkurs konar „fjarstýringar.“ Fundinn er upp mjög hugvitsam- legur djúphafskönnunarútbúnaður til þess að hjálpa inönnum að kanna þessi djúphafssvæði og kort- leggja þau. Rafeindasjár, hljóðsjár og önnur vélræn „skynfæri" hjálpa vísindamönnunum til þess að finna svör við sumum mestu leyndar- dómum jarðarinnar, svo sem þeirri spurningu, hvernig höfin og megin- löndin hafi orðið til og hvort meg- inlöndin færist raunverulega úr stað. Þessi veröld hafdjúpanna liggur langt handan og neðan þeirra svæða, sem fólkið á ströndinni kallar djúphaf, þar sem höfrungar leika sér og þangskógar iða af lífi. Þau „hafdjúp" eru raunverulega aðeins sævardjúpin, sem fyrir finnast ofan á sjálfum meginlanda- grynningunum. Hinar frægu til- raunir til tímabundinnar búsetu á hafsbotni, sem Jacpues-Yves Caust- eau og „Sealabs" bandaríska flot- ans standa fyrir, eiga sér einmitt stað á þessum meginlandsgrynning- um. Þar er í rauninni um að ræða þú útjaðra meginlandsins, sem haf- ið hefur fært í kaf. Grynningum þessum hallar svolítið í áttina til hinna raunverulegu hafdjúpa allt nðiur á 600 feta hámarksdýpi, og þar enda þær svo skyndilega á hinum raunverulegu útjöðrum meginlandsins, meginlandsbrúninni. Þar tekur við „meginlandshallinn", brekkur, sem hallar bratt niður í hin ógnvænlegu djúp, sem nú fyrst er byrjað að kanna. SJÁANDI AUGU f DJÚPUNUM. Á meðal hinna furðulegau tækja, sem fundin hafa verið upp til þess- ara rannsókna, eru sérstaklega út- búnar myndavélar, sem tengdar eru við strobelampa og umluktar þung- um sívalningum úr alumínblöndu, svo að þær geti þolað hinn mikla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.