Úrval - 01.11.1966, Síða 117
FURÐUVERÖLD HAFSBOTNSINS
115
sem eru risavaxnari en hinar miklu
sléttur Bandaríkjanna og fjallgarð-
ar, sem eru enn stærri og stórfeng-
legri en sjálf Alpafjöllin. í furðu-
veröld þessari ríkir algert myrkur.
En þessi veröld er ekki þögul, og
ekki er hún heldur hreyfingarlaus.
Deyfðar titringsöldur frá jarð-
skjálftum flæða í gegnum djúpin.
Þar er einnig um að ræða lárétta
og lóðrétta hreyfingu sjálfrar jarð-
skorpunnar á hafsbotninum og
hins seigfljótandi efnis sem undir
henni liggur. Furðulegar lífverur
hafa fundizt í þessum myrkri heimi,
þar sem álitið hefur verið, að „ó-
mögulegt" sé, að nokkuð líf geti
þróazt.
En könnuðir munu aldrei getað
gengið um í furðuveröld þessari,
því að enginn „geimfarabúningur“
gæti verndað manninn frá því að
kremjast til bana undir hinum
ofsalega vatnsþrýstingi þarna niðri,
sem getur náð allt að sjö tonnum á
hvern ferþumlung. Djúphafsköfun-
arskip Piccards getur farið allt nið-
ur á úthafsbotninn, en mennirnir
um borð í skipinu geta ekki yfir-
gefið skipið þarna niðri, heldur að-
eins skoðað það sem sést í hinum
litla ljóshring frá ljóskösturum
þeirra. Út geta þeir ekki farið.
Þessi ótrúlega veröld hefur ver-
ið mönnum algerlega hulin, en nú
eru menn teknir til að afhjúpa
leyndardóma hennar með hjálp
nokkurs konar „fjarstýringar.“
Fundinn er upp mjög hugvitsam-
legur djúphafskönnunarútbúnaður
til þess að hjálpa inönnum að
kanna þessi djúphafssvæði og kort-
leggja þau. Rafeindasjár, hljóðsjár
og önnur vélræn „skynfæri" hjálpa
vísindamönnunum til þess að finna
svör við sumum mestu leyndar-
dómum jarðarinnar, svo sem þeirri
spurningu, hvernig höfin og megin-
löndin hafi orðið til og hvort meg-
inlöndin færist raunverulega úr
stað.
Þessi veröld hafdjúpanna liggur
langt handan og neðan þeirra
svæða, sem fólkið á ströndinni
kallar djúphaf, þar sem höfrungar
leika sér og þangskógar iða af lífi.
Þau „hafdjúp" eru raunverulega
aðeins sævardjúpin, sem fyrir
finnast ofan á sjálfum meginlanda-
grynningunum. Hinar frægu til-
raunir til tímabundinnar búsetu á
hafsbotni, sem Jacpues-Yves Caust-
eau og „Sealabs" bandaríska flot-
ans standa fyrir, eiga sér einmitt
stað á þessum meginlandsgrynning-
um. Þar er í rauninni um að ræða
þú útjaðra meginlandsins, sem haf-
ið hefur fært í kaf. Grynningum
þessum hallar svolítið í áttina til
hinna raunverulegu hafdjúpa allt
nðiur á 600 feta hámarksdýpi, og
þar enda þær svo skyndilega á
hinum raunverulegu útjöðrum
meginlandsins, meginlandsbrúninni.
Þar tekur við „meginlandshallinn",
brekkur, sem hallar bratt niður í
hin ógnvænlegu djúp, sem nú fyrst
er byrjað að kanna.
SJÁANDI AUGU f DJÚPUNUM.
Á meðal hinna furðulegau tækja,
sem fundin hafa verið upp til þess-
ara rannsókna, eru sérstaklega út-
búnar myndavélar, sem tengdar eru
við strobelampa og umluktar þung-
um sívalningum úr alumínblöndu,
svo að þær geti þolað hinn mikla