Úrval - 01.11.1966, Síða 120
118
ÚRVAL
anna nálægt endimörkum megin-
landanna. Uppruni þeirra er enn ó-
þekktur. Þær eru að meðaltali um
20 mílur á breidd ofan til og mörg
hundruð mílur á lengd. Þær eru
brattar og sprungubotninn er flat-
ur og venjulega á um 25.000 feta
dýpi. Challengerdjúpið í Martanas-
sprungunni fyrir austan Guam er
mesta hyldýpið, sem hingað til hef-
ur fundizt, eða sjö mílur á dýpt
mælt frá sjávarmáli.
FJALLGARÐAR SEM
UMLYKJA HNÖTTINN.
Úti í Atlantshafi, handan hyl-
dýpissléttanna, eða undir miðju
hafinu, teygir sig risavaxinn fjall-
garður, sem kallaður er Mið-At-
landshafshryggur, en hæstu tindar
hans teygja sig upp úr sjávarborð-
inu og mynda Azoreyjar, fsland,
Ascensióneyju og aðrar eyjar. Hann
fannst árið 1873 í hinum fræga
rannsóknarleiðangri brezka skips-
ins „Challenger", en í honum voru
framkvæmdar dýptarmælingar með
blýsökkum í hafdjúpinu.
Nú hefur vísindamönnum tekizt
að, komast að því með hjálp nýrra
rannsóknartækja, að Mið-Atlants-
hafshryggurinn er aðeins hluti af
lengsta fjailgarði hnattarins. Hann
liggur frá Norður-&hafinu eftir
endilöngu Norður- og Suður-At-
lantshafi. Síðan heldur hann áfram
á botni hafdjúpsins milli Afríku og
Suðurheimskautslandsins (Antar-
citcu), beygir svo til austurs og
greinist síðan í nokkra fjallgarða
norður á bóginn undir Indlandshafi,
liggur svo í boga suður fyrir Ástr-
alíu og yfir Suður-Kyrrahafið og
síðan norður eftir austurhluta
Kyrrahafsins og tengist landi á
Kaliforníuskaga í Mexíkó. Þessi
risafjallgarður, sem spannar allan
hnöttinn, er nefndur Miðhafshrygg-
urinn og er jarðfræðingum geysi-
leg ráðgáta. Mann er 40.000 mílur
á lengd og teygir sig aðeins upp úr
sjávaryfirborðinu á fáeinum stöð-
um, sem eru í mikilli fjarlægð hver
frá öðrum.
Geysilega æsandi staðreynd hefur
nú komið í ljós, hvað fjallgarð
þennan snertir. Hann er klofinn í
tvennt eftir endilöngu! Þessi klofn-
ingur hefur verið ýtarlega rann-
sakaður á Norður-Atlantshafi, en
þar hefur dalurinn, sem þannig
myndast, hlotið nafnið Riftdalur
Mið-Atlantshafshryggsins. Þar er
þessi furðulega sprunga um 6000
fet á dýpt að meðaltali. 8—30 míl-
ur á milli barmanna, og bendir
allt til þess, að fjallgarður þessi
hafi raunverulega klofnað eftir
endilöngu í hrikalegum átökum.
RISAVAXIÐ PÚSLUSPIL."
í Atlantshafinu fylgir stefna Rift-
dalsins nákvæmlega útlínum
strandlengja meginlandanna beggja
vegna. Væri Norður- og Suður-
Ameríku og Evxrópu og Afríku
ýtt saman, þá mundu útlínurnar
falla nákvæmlega saman við lög-
un Rifdalsins líkt og í ,,Púsluspili.“
Og bendir þetta á stórfenglegan
hátt til þess, að meginlönd þessi
kunni einmitt að hafa verið eitt
meginland, sem klofnaði í sundur
einmitt þar sem Riftdalurinn er nú.
Þýðingarmesta spurningin, hvað
ráðgátu þessna snertir, er einmitt
þessi: Hvaða afl er nægilega sterkt
til þess að færa meginlönd úr stað?