Úrval - 01.11.1966, Side 123
FURÐUVERÖLD HAFSBOTNSINS
121
nálægt risakjöftunum. Aðrir eru
hræfiskar, sem lifa á skrokkum
dauðra fiska og öðru drasli, sem
sígur niður til þeirra frá birtu-
svæðunum.
En getur nokkuð líf þróazt á
sjálfum botni hyldýpisins? Það er
furðulegt, að þeirri spurningu ber
að svara játandi. Hafsbotnmynda-
vélar hafa sýnt, að um er að ræða
lífverur ofan á yfirborði hinnar
þéttu leðju, sem þekur hyldýpis-
slétturnar og sprungubotnana. Þar
er aðallega um að ræða smáskepn-
ur, sem grafa sig í leðjuna, orma,
„sægúrkur“ og lindýr. Fyrir sér-
staka heppni tókzt að ná mjög
„lifandi“ mynd af akarnormi, 40
þumlunga löngum. Hann var að
hamast við að éta leðju og skyldi
eftir sig saurrák, sem lá í sífelldum
hlykkjum og sveigjum.
Þessir íbúar úthafsbotnsins, sem
eru í rauninni dásamlegar verur,
eru samsettar úr frumum, sem eru
svipaðar frumum allra lífvera hér
uppi á þurrlendinu. En vegna þess
kraftaverks, sem við nefnum þróun,
tekst lífverum þessum að halda
velli með því að laga innri þrýsting
líffæra sinna eftir ytri þrýstingi
sjávarins, sem umlykur þær. Til-
vera þeirra er enn einn vitnisburð-
ur þess, hversu voldugt og sterkt,
lífið er.
Skömmu eftir lok heimstyrjaldarinnar síðari starfaði stoltur og reig-
ingslegur liðsforingi við sömu flugstöð og ég. Hann átti mjög hrokk-
inhærðan, litinn hund. Dag einn kom liðsforinginn spígsporandi inn
í matsalinn og hundurinn á eftir honum. E'inn hinna liðsforingjanna
kallaði þá til hans, svo að allir heyrðu: „Guð sé oss næstur! Prjónuðuð
þér hundinn sjálfur, herra?“
,. P.WB.
Húsbóndinn við starfsmanninn: „Mér er skapi næst að veita yður
2000 sterlingspunda launahækkun og sjá hvernig yður finnst að kom-
ast i þann launastiga."
Eiginkonan segir við vinkonu sina, á meðan eiginmaðurinn heldur
áfram að lesa dagblaðið: „Sko, við höfum dulmál. Þegar hann rym-
ur einu sinni, þýðir það já. En þegar hann rymur tvisvar, þýðir það
„já, elskan."
Starfsmaðurinn segir við húsbóndann: „Rafeindaheili númer 14
vinnur ekki rétt. Að minnsta kosti eru Það upplýsingarnar, sem raf-
eindaheili númer 13 gefur okkur.“