Úrval - 01.11.1966, Síða 125

Úrval - 01.11.1966, Síða 125
FRÉDÉRIC CHOPIN 123 um, og þjónar fylgja honum í mikl- um flýti inn í kastalann og eftir þröngum göngum að illa upplýstu herbergi. Þar situr stórhertoginn við arin- eld, sem er að kulna út. Hann þjáist af sjúkdómi, sem brýzt út í ógn- vænlegum köstum öðru hverju og lýsir sér í vitfirringslegri reiði og grimmdarofsa. Augnaráð hans er þegar orðið starandi og hann grípur um stólbríkurnar með krampa- kenndu taki. Þjónn leiðir drenginn að píanói. Þeir læðast á tánum. Á næsta augnabliki berast fín- gerðir munarblíðir tónar um her- bergið, gömul lög og lagabrot leik- in á töfrandi hátt. Það er sem litl- um silfurbjöllum sé klingt. Mínút- urnar líða hver af annarri. Svo má greina undursamlega breytingu á újtliti stórhartogans. Augnal-áð hans er ekki lengur starandi, og það slaknar á krampakenndu taki handanna. Píanótónlist, leikin á svo fíngerðan og undursamlegan hátt, er hið eina, sem getur komið í veg fyrir, að hann fái nýtt kast. Og tón- listin verður að vera leikin af Frédéric Chopin. Hvað eftir annað hafa því verið ger boð eftir drengn- um um að koma og leika fyrir hinn sjúka mann og koma í veg fyrir hin ofsalegu köst. Þetta er aðeins ein af mörgum sögum, sem farið hafa af snilli Frédéric Francois Chopin, en nafn hans er sem tákn dýrðlegrar tónlistar, sem er eins fersk og inn- blásin í dag og hún var, þegar hann færði hana á blað fyrir rúmri öld. Chopin fæddist þ. 22. febrúar ár- ið 1810 í húsi, sem stóð rétt fyrir utan Varsjá. Faðir hans, Nicolas Chopin, haf ði flutzt þangað frá Loraine í Frakklandi til þess að leita gæfunnar. Hann fékk starf sem kennari í Póllandi og kynnt- ist þar fagurri, bláeygðri og ljós- hærðri stúlku af göfugum ættum. Hún lék á píanó. Og hann lék á flautu. Eftir fjögurra ára tilhuga- líf giftust þau svo. Frédéric var annar af fjórum börn- um þeirra. Foreldrar hans urðu himinlifandi, þegar tónlistargáfa hans tók að þroskast mjög ört. Hann hafði þegar samið nokkur smáverk sex ára að aldri. Hann lék píanókoncerta opinberlega aðeins átta ára að aldri. Píanókennari hans, Adalbert Zywny að nafni, hvatti hann til þess að semja sjálfur verk, pol- onaisur og mazurka, sem byggð væru á sveitadönsum heimalands- ins, einnig valsa og menuetta. Þeg- ar Chopin stundaði síðar nám við Tónlistarháskóla Varsjárborgar, reyndi aðalkennari hans, prófessor Josept Elsner, að fá hann til þess að semja óperur, kantötur eða verk fyrir hljómsveitir og strengja- kvartetta. En Chopin fann ekki til neinnar löngunar til slíks. Píanóið var tjáningarmáti hans og svo mundi ætíð verða. Hann átti snemma mikilli vel- gengni að mæta. Þessi efnilegi píanóleikari var dáður af áheyr- endum, sem jusu yfir hann rósum og hrósi. Hann var aðeins 15 ára gamall, þegar farið var að gefa út tónverk hans, og varð þegar al- þekkt tónskáld í miklu uppáhaldi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.