Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 126

Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 126
124 ÚRVAL hjá yfirstéttarfólki í Varsjá. En brátt fór svo, að honum fannst sem honum væri sniðinn of þröng- ur stakkur í Varsjá. Hann þyrsti í stærra leiksvið. Chopin kynntist glæstara tónlistarlífi, er hann dvaldi nokkra daga í Berlín með vini sínum. Og næsta ár, árið 1829, heimsótti hann Vínarborg og hélt þar tvenna hljómleika, sem Wenzel von Gallenberg greifi skipulagði. Hann var indæll maður, en blá- fátækur og fékk Chopin til þess að leika endurgjaldslaust á hljóm- leikunum. Áheyrendur þökkuðu fyrir sig með „tryllingslegu lófa- klappi.“ Dyrnar að stórkostlegum starfsferli virtust nú hafa opnazt. Hann hélt heim aftur, glaður í bragði. Hann varð eitt helzta umræðu- efni Varsjárborgar, en hann vildi einnig verða umræðuefni manna í Berlín eða Vínarborg og umfram allt í Parísarborg. Að lokum var ákveðið, að hann skyldi fara aðra ferð til Vínarborgar. Þrátt fyrir metnaðargirni sína var Frédérie harmi lostinn þegar að því kom að skiljast við fjölskylduna og Varsjárborg. Um þetta skrifaði hann: „Mér finnst eins og ég sé að halda burt til þess að deyja.“ Þegar hann hélt burt þ. 1. nóvember ár- ið 1830, fylgdi hópur vina og ann- arra borgarbúa honum á leið, er hann reið grátandi út úr borginni. Það átti ekki fyrir honum að liggja að líta fósturjörðina augum framar. T Vínarborg reyndist ekki vera það himnaríki, sem hann hafði von- að. Nú var Gallenberg greifi orðinn algerlega gjaldþrota og gat ekki hjálpað honum á neinn veg. Út- gefandi nokkur, sem hafði hvatt hann í bréfum sínum reyndist ekki vera eins hvetjandi, þegar Chopin birtist loks í Vínarborg. Chopin bárust nú einnig fréttir að heiman um uppreisn Pólverja gegn hinum rússnesku húsbændum landsins. Chopin þráði að mega hjálpa til í báráttunni gegn Rússum, en faðir hans sagði í einu bréfa sinna, að hann væri allt of veikbyggður til slíks, og sendi honum peninga til þess að gera honum kleift að kom- ast til Parísar. Peningarnir bárust honum nokkrum dögum á undan fregninni um fall Varsjár. Ósigur Pólverja var Chopin mikið áfall, og kann að hafa ýtt undir hann til þess að semja etyðuna, sem nú er kölluð ,,Byltingaretyðan.“ (Bylt- ingarmaðurinn). Árið 1831 var París helzta mið- stöð hinna skapandi lista. Þar ríkti líf og fjör í menningarmálum. Frédéric hitti þar menn á sviði tón- listar þeirra tíma, svo sem Gioacchino Rossini, uppáhald allra á sviði hinnar ítölsku óperu, Luigi Cherubini, skólastjóra tónlistar- skóla borgarinnar, og tónskáldið og píanóleikarann Franz Liszt. Þeir Liszt urðu góðir vinir. Þeir voru næstum alveg jafngamlir, höfðu báðir eldheitan áhuga á tónlist, voru báðir stórglæsilegir menn og þráðu að halsa sér völl meðal hinna útvöldi. En það var samt einn galli á þessu glæsilífi. Chopin hafði mjög lítið fé, og París var dýr borg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.