Úrval - 01.08.1968, Side 8

Úrval - 01.08.1968, Side 8
6 segist öðruvísi frá, og kem ég að því síðar). f þessu dýrðlega, fjöllum um- horfna landi hafði aldrei gerzt neitt, nema að trú lifði þar glatt og logaði glatt á lömpum hennar í klaustrum og helgidómum, og ekkert kvikindi svo lítilfjörlegt að því mætti mein gera (nema mannkindin, hún var álitin rétt til þess að meiða hana allavega), og fjöllin og galdrar íbú- anna vörðu landið fyrir innrásum óvelkominna, þá gerðist það sem engan gat órað fyrir, landið var tekið, og það var tekið af vantrúuð- um, en galdrar allir sem uppgufaðir og að engu orðnir, fjöllin fær her- flokki, varnir ónýtar. Það voru Kínverjar sem komu, og þeir komu með nýja siði og nýja trú. Þegar að þeim kapítula kemur, rétt nýafstöðnum á mælikvarða sög- unnar, þá stangast frásagnir af at- burðunum svo að ég hef aldrei því- líkt séð. Frá því er sagt, að þegar fréttist til ferða Kínverja með vopn- aðan her og stefndu inn í landið, og sagt að þeir mundu ætla að taka það, þá var sendur á móti þeim einn háttsettur öðlingsmaður. Hvað þeim fór í milli, Kínverjum og Apei þess- um, eða Ngapo Ngawang Jigme (þetta nafn getur enginn borið fram nema Tíbetar), sem var í ráðuneyti Dalai lama, veit nú enginn, en þegar heimundir kom, sást hann ríða sam- síða aðkomumönnum og enginn ó- friður með þeim. Apei var síðan gerður að æðsta yfirmanni landsins veraldlegum, og það er hann raunar enn. Hann er af gömlum aðli ríkum, og átti ógrynni jarða og ánauðuga menn svo marga að varla varð á ÚRVAL tölu komið, en hefur nú sleppt þessu öllu að boði Kínverja, og verður að láta sér nægja það kaup, sem þeir skammta honum fyrir að stjórna landinu. Þannig gerðist það að Kínverjar urðu hæstráðendur í landi þessu til dala og fjalla, blóðsúthellingalaust að kalla, eða alveg, og þótti ýmsum sem lítil breyting yrði fyrst, því ánauðugir voru jafn ánauðugir sem áður var, og bænahjól og bænadul- ur (sem vindur blés í) jafnt í gangi sem áður, og logaði á jafnmörgum lömpum (sem brenndu smjöri í stað lýsis, svo sem hér gerðist) í klaustr- um, hjálpræðisvegirnir hinir sömu, (að mæla langar leiðir með sjálf- um sér t.d.) karma almennings jafn grimmdarhart og verið hafði um aldir, heilagleiki heilagra manna jafn hár. Samt voru Kínverjar komnir og þeir eru ekki farnir enn. Fór svo fram í 8 ár að ekki bar til titla né tíðinda, nema verið var að leggja veg milli Peking og Lhasa, og er sá vegur langur og breiður og fær flestum vögnum, og segir svo hér í mjög sannverðugu öndvegis- riti, að til þessa starfa hafði Tíbet- um verið smalað saman nauðugum, og hefðu þeir allt viljað fremur en að leggja veginn og steypt sér unn- vörpum niður í djúp gil og gljúfur heldur en að þurfa að gera þetta, en verið dregnir upp jafnharðan á krókstjökum, og settir til starfans við miklu harðari kosti en áður, og er þetta talið vera eitt hið svívirði- legasta ofbeldisverk, sem um getur í mannkynssögunni. En vegurinn komst samt á og fara um hann margir vagnar dag hvern.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.