Úrval - 01.08.1968, Side 13

Úrval - 01.08.1968, Side 13
SMÁÞÆTTIR UM TÍBET 11 ingur fer þessum vel vöxnu konum einkar vel, eða þeim af þeim sem vel vaxnar eru. Hvað þær hafa á fótum er mér ekki vel ljóst, nema líklegast sé að fátækar konur á- nauðugar hafi haft skinnskó slíka sem við bárum hér á liðnum öldum og fram á þessa. En land þetta er ekki fallið til að ganga á því berum fótum. Skósmiðir voru ávalt í Lhasa og gerðu skó handa hinum æðri munkum ofurskrautlega, en miður skrautlega handa hinum óæðri. Karlmenn bera kufl, æði ósnotran, en buxur undir og hatta hafa þeir á höfði ætíð, með sama sniði og vesturlenzkir hattar voru hér til skamms tíma. Æði óburðugur var margur hatturinn í þvísa landi, en allir verða að hafa hatt, svo sem hver kona þarf að hafa svuntu. Svo skartgjarnir eru Tíbetar, að furðu má gegna, og þarf ekki menn af hærri stigum til að þeir beri skartgripi, og það jafnt karlar sem konur, karlmenn bera hring í öðru eyra, konur festar, kingur og men og líklega deshús, en áður fyrr, meðan í Lhasa ríkti dýrð og friður, mátti þar sjá á strætum hefðarkon- ur þvílíku alskarti búnar til höfuðs- ins, og reis þar ein uppstillingin of- an á annarri, að sjálf María Antoin- etta drottning í Frakklandi hefði orðið að lítilmótlegu viðundri gagn- vart þessu. Ó vei, nú eru hefðarkon- ur þessar horfnar og þeirra höfuð- prýði öll, og ef ekki dauðar, þá látn- ar vinna hversdagsstörf í borginni, svo sem ótíndar konur. HÚSAKOSTURINN Húsakynni þessa vesalings fólks voru gluggalausir leirkofar, einhólfa, snauðir að öllu nema óþrifnaði, al- drei þvegnir, föt þess ræfilstötrar, sem aldrei höfðu komið í nánd við sápu. Svo laklega tötra er þar að sjá, að þeir eru sagðir tolla illa sam- an, og minnir þetta á larfa þess leppalúða, íslenzks, sem forðum ætl- aði að gabba Guðmund biskup góða og sæla jómfrú Maríu. Kvikt er sagt vera í lörfum þessum. Mataræði var vont og fábreytt, bygg og aftur bygg, steikt við glóð, en smjörið úr mjólk jak-kúa sent í klaustrin til að brenna því þar guði til dýrðar, þrán- uðu og illa til reiddu. Nú skyldi mega ætla, að þetta fólk hafi misst alla gleði, og stökkvi því aldrei bros, sé það sortnað af langri neyð, við steikjandi sólskin og hvassa vinda, illkalda, daglangt og árlangt basl við að létta þeirri skuldabyrði, sem ekki þraut, heldur óx, og að létta því Karma, sem al- drei vildi af létta. En svo segir leið- angursmaður nokkur, sem ætlaði að ganga á hæsta tindinn fyrir nærri fjörutíu árum, en komst ekki, að hvergi hafi hann hitt kátari menn. Aldrei eru þeir ósyngjandi við verk sín úti, segir hann, og söngur þeirra hljómar vel, því þetta er söngfólk, listdans er þeim meðfæddur, svo að furða er að sjá, og dansar engin þjóð af slíkri list, og þó ekki hafi verið hirt um að kenna þessu fólki söng og dans, er ekki að sjá að það komi að nokkurri sök. Fríðleik barnanna er við brugðið, einnig námfýsi þeirra og næmi. Það þótti ferðamönnum furða, að Tíbetar skyldu ekki vera margdauðir og strádauðir allir við þvílík kjör, og enginn læknir í land-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.