Úrval - 01.08.1968, Síða 16

Úrval - 01.08.1968, Síða 16
14 ÚRVAL ar eru steinhrúgur. Á kortum Jór- daníubúa af svæði þessu er það kallað „fyrrverandi aðsetur Gyð- inga“. í þeim fáu byggingum, sem enn eru uppistandandi, búa ara- biskir flóttamenn frá því svæði, sem er á þessum sömu landakortum kallað „Palestína, hernumin af Gyðingum”. Helmingur Jerúsalem var Gyð- ingum opinn, en það var sá hluti borgarinnar, sem hafði sprottið upp á síðustu áratugum sem úthverfi utan gömlu borgarmúranna. Eftir að borginni var skipt árið 1948, greip ísraelsmenn mjög sár löng- un til þess að sjá inn í gamla borg- arhlutann, þótt þeir gætu ekki far- ið þangað. Landamærin milli ísra- els og Jórdaníu voru um hálfri mílu frá þeim stað, sem hið forna musteri hafði staðið á, musterið, sem Gyðingar áttu að fara í píla- grímsferð til þrisvar á ári, á vor- hátíðunum páskum og Shavouth og á hausthátíðinni Succoth. Þegar þessar hátíðir nálguðust, streymdu hlaðnar járnbrautalestir til borg- arinnar með pílagríma, sem vildu fylgja hinum gömlu boðum biblí- unnar um að fara til Jerúsalem. Ungir menn, haldnir miklum eld- móði, fóru í járnbrautarvögnun- um upp eftir mjóu járnbrautarlín- unni, sem bugðaðist um hæðir Júdeu til borgarinnar. Þeir voru með bænasjöl og bænabækur og lásu upphátt og sungu sömu sálmana, sem sungnir voru af sams konar Gyðingum, sem fóru í slíkar píla- grímsferðir fyrir 2000 árum. Þegar þeir komu til hinna nýju úthverfa borgarinnar, klifu þeir Zionsfjall, sem var sá eini hluti gamla borgarhlutans, sem hélt áfram að lúta yfirráðum fsraels- manna. Þeir klifruðu upp á þök bygginga uppi á Zionsfjalli og reyndu að skyggnast yfir hina gömlu borgarmúra til þess að koma auga á Grátmúrinn, sem hafði staðið af sér eyðileggingu Róm- verja árið 70 eftir Krist, þegar þeir eyddu Jerúsalem. Jafnvel erlendir ferðamenn í ísrael, sem vissu, að þeir færu brátt yfir í gamla borgarhlutann, urðu smitaðir af æsingunni og slógust í hóp fsraelsmanna. Þeir gægðust inn í þennan heim, sem þeir ætl- uðu bráðum að stíga inn í, komu auga á turna og hvelfingar og hæð- ir með sömu hrifningu og trúræk- inn Gyðingur, sem reynir að sjá í anda óljósar útlínur hinnar himnesku Jerúsalem. Annars stað- ar í ísrael, og reyndar um víða veröld, strengja Gyðingar þess heit um páskana, að þeir muni eyða næstu páskum í hinni helgu borg. „Að ári í Jerúsalem,“ eru loka- orð páskaguðsþjónustu þeirrar. Gyðingar í Jerúsalem segja: „Að ári í hinni himnesku Jerúsalem," og síðan reyna þeir að skyggnast yfir til gamla borgarhlutans. En enginn á raunverulegt heim- ili í Jerúsalem. Margir þeirra, sem hafast við í gamla borgarhlutanum, eru arabiskir flóttamenn. Flestir Gyðingar í nýja borgarhlutanum eru innflytjendur eins og reyndar má segja um fsraelsmenn yfirleitt. Eina ástæðan fyrir því, að múhameðstrúarmenn geta haft of- an af fyrir sér þar, er sú, að þar er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.