Úrval - 01.08.1968, Síða 19

Úrval - 01.08.1968, Síða 19
HEIMKOMAN TIL JERÚSALEM 17 Kristnir menn náðu brátt Jerú- salem í sínar hendur að nýju og ráku Persa burt. En þeim tókst ekki að halda borginni lengi. Árið 637 reið Omar kalífi, vinur og áhangandi Múhameðs, á asna sín- um upp að hliðum Jerúsalem og krafðist þess að borgin gæfist upp. Kristnir menn í borginni gáfust upp og fóru fram á vernd fyrir helgistaði sína. Gyðingum var síðan leyft að setjast að í Jerúsalem að nýju. Gyðingar yrðu fyrir tiltölulega litlum þvingunum eða ofsóknxun í hinni helgu borg, og sama var að segja um lönd múhameðstrúar- manna allar miðaldirnar. Margir Gyðingar héldu til Jerúsalem á gamalsaldri til þess að deyja þar. Hópur meinlætamanna bjó þar. Þeir báðu dag og nótt fyrir endur- reisn musterisins og komu Messí- asar. Borgin dró til sín fræðimenn af Gyðingaættum frá Vestur- Evrópu og víðs vegar að úr hinum arabiska heimi. Öldum saman komu Messíasar- trúarhreyfingar fram á meðal Gyð- inga í Evrópu og Asíu. Öðru hverju söfnuðust æstir hópar saman til þess að búa sig undir endurkom- una til hinnar helgu borgar. Á krossferðartímunum höfðu Gyðing- ar í Persíu og írak áætlanir á prjónunum um að halda til Palestínu og vinna landið sér til handa, líkt og krossfarar höfðu gert. Árið 1147 gáfu Gyðingar í Baghdad allar eignir sínar til góð- gerðastarfsemi og tóku sér stöðu á húsþökum heimila sinna og biðu eftir því, að englar kæmu og flyttu þá með sér til Jerúsalem. Á 16. öld og einnig aftur á 17. öld reyndu leiðtogar Gyðinga að skipuleggja „heimför“ Gyðinga til landsins helga, en það varð ekkert úr þeim tilraunum. Það var allt- af eitthvað, sem hindraði fram- kvæmdir. Meðan á öllu þessu stóð, dvöldu trúaðir Gyðingar í sínum eigin hluta 1 suðvesturhorni borg- arinnar og héldu áfram að grafa sína dauðu í grafreit utan borgar- múranna í vesturhlíðum Olífufjalls. Þúsundir illa farinna legsteina með hebreskum áletrunum bera vott um þá trú Gyðinga, að það sé í Jerú- salem, sem engillinn Gabríel muni boða upprisu dauðra. Það voru þrár Zionista, sem urðu þess að lokum valdandi, að Gyð- ingar komust aftur til Jerúsalem. Á 19. öld reistu þeir fyrsta úthverfi sitt fyrir utan borgarmúrana. Út- hverfið óx og teygði sig í vestur- átt marga mílna veg yfir hinar grýttu, trjálausu hæðir Júdeu. Eft- ir því sem þetta Gyðingahverfi óx í vesturátt, breytti það um svip. Það varð gerólíkt gamla borgar- hlutanum með hinum dökku og dulúðgu veggjum hans. Nú lítur þessi hluti borgarinnar út eins og venjuleg Vesturlandaborg, þar sem nýtízkulegur stíll er ríkjandi í byggingalist. íbúarnir sækja pop- listarsýningar, dagblöðin birta aug- lýsing'ar um líftryggingar og til- kynningar frá megrunarklúbbum. Á matseðli eins gistihússins er gamla Gyðingaréttinum „gefúlte Fisch“ jafnvel lýst sem „carpe farcie á la juive“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.