Úrval - 01.08.1968, Side 20

Úrval - 01.08.1968, Side 20
ÚRVAL 18 En þrátt fyrir þessi vestrænu áhrif í Gyðingahverfinu, þá er það hvarvetna augsýnilegt, að hér er um að ræða Jerúsalem, hina helgu borg. Borgin, „sem stendur á hæð- unum“, eins og stendur í einum sálminum, er hálfri mílu nær himni en Róm og Lundúnir. Mörg stræti hennar bera biblíunöfn, svo sem Spámaðurinn Samúel, Salómon konungur, Ezekiel, Amos. Á stræt- isvögnunum eru skilti á hebresku, þar sem stendur: „Þú skalt ekki reykja.“ Og hinir strangtrúuðu, menn með litaða barta og í síðum, svörtum frökkum, konur með gam- aldags hárkollur og klæddar þann- ig búningum, að það er sem þær viti ekki af neinni tízku, slíkt fólk sést þarna á hverju strái. David Ben-Gurion stakk upp á því, að ísraelsmenn rifu niður veggi frá 16. öld, sem umlykja gamla borgarhlutann, svo að þess- ir tveir hlutar, sá arabiski og sá gyðinglegi, gætu sameinazt í eina borg'. En þessi áhugi hans á í rauninni ekki rétt á sér. Gamli borgarhlutinn í Jerúsalem hefur varðveitzt einna bezt af miðalda- borgunum, sem voru umluktar múrum. Hann á engan sinn líka. En hin helga borg ætti að vera staður, þar sem Gyðingar og Arabar geta mætzt og átt ýmis mannleg skipti saman. Jerúsalem er landamæra- borg í eðli sínu. Hún er síðasti út- vörðurinn, áður en eyðimörkin byjrjar. Borgin hefur ætíð verið tengiliður milli strandhéraðanna og eyðimerkurinnar. Saga hennar hef- ur tengt saman Gyðinga og kristna menn, kristna menn og Múhameðs- trúarmenn og jafnvel „himin og jörð“, eins og flestir íbúar hennar mundu bæta við. Nýlega vai komið með unglingspilt í miklum flýti á sjúkrahúsið okkar og átti að skera hann upp við botnlangabólgu. Við hjúkrunar- konurnar urðum heldur en ekki hissa, þegar við heyrðum móður drengsins spyrja skurðlækninn hvort Það væri nokkur rakari í sjúkra- húsinu. „Hvers vegna viljið þér fá að vita það?“ spurði hann. „Sko, mér datt í hug, að við gætum látið klippa hann, meðan svæf- ingin endist,“ svaraði móðirin. Jan Winters. Hópur liðsforingjaefna úr brezkum herskóla var sendur t.il Noregs í fyrra, og iögðu þeir stund á nám í skíðaíþróttinni ásamt norskum herflokki. Þeir klæddust norskum búningum á meðan. Dag eftir dag stauluðust þeir um í byrjendabrekkunum. Eftir að hafa virt Þá fyrir sér um hrið, varð skemmtiferðamanni einum að orði: „Jafnvel þótt norski herinn kunni ekkert á skíðum, þá talar hann sannarlega góða ensku.“ D. J. Hanson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.