Úrval - 01.08.1968, Page 38

Úrval - 01.08.1968, Page 38
36 ÚRVAL ur varla mínúta, áður en nafn barns þeirra er nefnt. Þetta eru einmitt þau hjón, sem búa yfir djúpri innbyrgðri reiði. í sumum tilfellum hefur þessi innibyrgða reiði breytzt í vonleys- iskennd. Hvað þýðir að reyna að breyta sjálfum sér eða makanum? Hjónin gefast upp við að reyna heils hugar að fá það skýrt fram í dagsljósið, hvert vandamál þeirra er. Ein eiginkona, sem var á þeirri skoðun, að eiginmaður hennar ætti mjög erfitt með að horfa á hana gráta, sat oft kyrr í bílnum og grét, áður en hún kom inn, heldur en að láta hann verða varan við reiði- tárin, sem hún úthellti. Stundum verða fjölskyldur á vegi mínum, sem hafa gefið upp alla von svo algerlega að meðlimirnir eru hættir að hafa fyrir því að reiðast. Slíkir fjölskyldumeðlim- ir sitja bara þegjandi með leiðinda- svip á andlitinu eða eru sífellt önn- um kafnir við ýmislegt dútl og alls konar þýðingarlítið umstang og snúninga. Þegar faðirinn er ekki í vinnu, flýtir hann sér að losna burt frá þessu öllu saman og heldur sem fljótast út á golfvöllinn, en móðir- in „felur“ sig bak við „hljóðmúr- inn“, sem ryksugan hennar mynd- ar. Svo eru það hjónin, sem hafa alls konar hæðnislegar slettur og ögr- anir á reiðum höndum hvenær sem er til þess að forðast það að tjá reiði sína á beinan hátt. Slíkt sam- band hjóna einkennist oft af sjálfs- pyntingarhvöt. Eiginmaðurinn og eiginkonan ættu bæði tvö mjög erf- itt með að vera án þessara hæðnis- legu ögrana. Hæðnislegar ögranir og slettur hins makans hafa þau áhrif á makann, að eigin sjálfs- gagnrýni slævist og rödd sjálfs- gagnrýninnar þagnar. Þau meta því mikils bæði tvö þessa gagn- kvæmu fyrirlitningu, þótt þau kvarti sáran yíir þessu við aðra. Oft tilkynna þau öllum, að þau mundu skilja, ef trúarbrögð þeirra eða börnin hindruðu þau ekki í því, eða þau tiltaka einhverja enn aðra ástæðu, en aðeins ekki aðalástæð- una: að þau geta í rauninni ekki lifað án hvors annars. Þau forðast að viðurkenna, að þau ali með sér slíkar tilfinningar. Það er sjald- gæft að heyra reiðan eiginmann eða eiginkonu segja: „Ég er þér reið- (ur)“. „Mér þykir vænt um þig.“ „Þú veldur mér vonbrigðum," eða „ég elska þig.“ Foreldrar geta hjálpað börnum til þess að læra þá list að tjá reiði sína á gagnlegan hátt í orðum. Þau geta það sérstaklega á þann hátt að þola það, að börnin tjái reiði sína í þeirra garð á svo afdráttarlausan hátt. Litli drengurinn, sem hróp- ar: „Ég hata þig“, þegar móðir hans bannar honum að fara í kvik- myndahús, verður kannske betri eiginmaður en drengurinn, sem byrgir reiði sína inni þögull í bragði. Og móðirin, sem leyfir drengnum að tjá reiði sína á þenn- an hátt án þess að þurfa að breyta um ákvörðun viðvíkjandi bíóferð- inni, er þannig að hjálpa drengnum til þess að mynda sér traustan grundvöll til þess að byggja framtíð sína á, þ.e. gera hann hæfari til mannlegra samskipta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.