Úrval - 01.08.1968, Side 45

Úrval - 01.08.1968, Side 45
PABBI, MAMMA OG RAVIOLI 43 sagði okkur aldrei, hvert hann væri að fara, en okkur grunaði, að hann væri að skoða sig um í næstu bæj- um í leit að hentugum stað fyrir skósmíðaverkstæði sitt. Einn dag- inn hafði hann skroppið burt, og við A1 vorum önnum kafnir við það, sem hann hafði sagt okkur að gera, meðan hann væri í burtu. A1 gljá- burstaði skóna, sem búið var að gera við, vafði pappír utan um þá og lét þá upp á hillu. Eg tók slitna sóla og hæla af skó, valdi nýja af hæfilegri stærð og setti þá inn í skóna, þannig að allt væri tilbúið til þess að setja þá á. É'g leit út um gluggann og sá þá vissa persónu stefna beint að vinnu- stofunni, persónu, sem ég þekkti ofur vel. Þetta var hún Nancy, stelpa úr mínum bekk í skólanum. Hún var há og grönn og hafði hlaupið um eins og strákur þangað til alveg nýlega, og því hafði hún verið prýðilegur útframherji í base- ballleikjum okkar. En upp á síð- kastið höfðum við tekið eftir mjög óæskilegum breytingum á útliti hennar og hlaupastíl, og við höfð- um jafnvel tekið eftir því, að áhugi hennar á ,,baseball“ var tekinn að dvína. Hún var hætt við skynsamlegu drengjahárgreiðsluna og var nú farin að gera tilraunir með ýmiss konar hárgreiðslu á Ijósa hárinu sínu. Hún var nú tekin upp á því að ganga alltaf með spegil og greiðu á sér, hvert sem hún fór, og hún var nú farin að sýna ömurlega áber- andi einkenni þess á ýmsan hátt, að hún var á leiðinni að verða kona. Eg hefði sjálfsagt viðurkennt, að hún hefði laglegt andlit, ef ég hefði hugsað út í það. Hún hafði skær, blá augu, hunangslitt hár, kannske örlítið of stóran munn, sem gerði svip hennar svolítið fýlulegan, og alveg sérstaklega athyglisvert nef. Nef hennar var beint og brettist ör- lítið upp að framan, og það var mjög mjótt, svo mjótt, að ég velti því fyrir mér, hvernig hún gæti andað að sér nógu lofti til þess að halda í sér líftórunni. Nancy bjó í fínasta hluta bæjar- ins. Ég hafði einu sinni komið heim til hennar. É'g var þá að skila bók, sem hún hafði lánað mér. Húsið stóð í stórum garði, spölkorn frá göt- unni, og fyrir framan það var risa- stór grasflöt. Stígurinn frá götunni að húsinu var hringlaga og mjög glæsilegur. Og inngöngudyrnar voru þær stórkostlegustu, sem ég hafði séð, burt séð frá kvikmynd- unum auðvitað. Eg hringdi dyra- bjöllunni, og þá kom þjónustustúlka til dyra í stífpressuðum einkennis- búningi. Hún vísaði mér kurteis- lega inn í anddyrið, sem var næst- um því eins stórt og öll efri hæðin heima. Gólfið var klætt skrautleg- um terrazzoflísum. „Ungfrú Nancy kemur til yðar eftir augnablik,“ sagði sú í stíf- pressaða einkennisbúningnum. Brátt kom Nancy niður stigann. Hún flaug niður, tók þrjú þrep 1 einu. Hún tók við bókinni, sem ég rétti henni, og vísaði mér inn í glæsileg- ustu stofu, sem ég hef nokkru sinni séð. í einum veggnum var risavax- inn arinn úr steini. Yfir honum hékk dýrðlegt málverk af seglbát- um, sem sigldu á úfnum sjó. Garð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.