Úrval - 01.08.1968, Page 55

Úrval - 01.08.1968, Page 55
JÓMALI HINN ÚGRÍSKI OG ... . 53 vörðuholtið, en yfirleitt átti langt í land að litið væri á það sem full- gildan sögulegan sannleik. Ég er ekki í vafa um, að á slíku og því- líku hafa íslenzkir fræðimenn ekki áttað sig nærri nógu vel. Þeir átt- uðu sig ekki á því að vantraust út- iendra fræðimanna á íslenzkum sögum stafaði af ókunnugleika, en ekki af neinum yfirburðum, og af- leiðingin varð, að sumir íslenzkir fóru að hallast á sveif með þessu vantrausti, og gengu þá jafnvel lengra í því efni en hinum útlendu hafði nokkurntíma þótt hæfa. Þeg- ar kortið fræga af Vínlandi fannst fyrir nokkrum árum, sem mið- evrópskir munkar höfðu teiknað eftir fyrirmyndum íslenzkra heim- ilda, skildu menn hér heima hvorki upp né niður í því sem var að ger- ast, eða hversvegna þessi fundur vakti þvílíka athygli meðal manna í Englandi, Ameríku, Frakklandi, Mið-Evrópu og víðar. Menn skildu ekki að hinir lærðu menn í Evrópu og Ameríku taka miklu meira mark á munki frá fimmtándu öld en fs- iendingi frá tólftu öld, jafnvel um þau efni, sem íslendingurinn er hinn eiginlegi heimildarmaður Mið-Evrópumannsins, hvað þá um annað. Því síður létu menn sér þetta verða tilefni til að sjá í þessu takmarkanir hinna lærðu útlend- inga og hugsanlega yfirburði þess að horfa út frá íslenzku sjónarmiði. Það sem hér fer á eftir er til- raun til þess að líta á málin frá ís- lenzku sjónarmiði, því sjónarmiði að hinar fornu sögur séu ekki að- eins snilldarlega sagðar, heldur snilldarlega sannsæknar, það er, að tilgangur höfundanna hafi ver- ið að segja satt. En með því að gera ráð fyrir að söguhöfundur hafi sett sér slíkt mark, en vitanlega ekkert fullyrt um hvað honum hafi tekizt í því efni, eða hvort honum hefur alltaf jafnvel tekizt. Þar hlýtur samanburður jafnan að hafa mikla þýðingu, bæði innri samanburður, á því sem sama saga og sami höf- undur segir, og svo út á við, við aðrar heimildir hins íslenzk-nor- ræna bókmenntaarfs, og við hvað eina sem vitað er. Ennþá fróðlegra verður það þó, ef samanburður fæst við eitthvað sem geymzt hef- ur utan hins norræna menningar- svæðis og óháð því, og eru þar fornleifafundirnir á Nýfundnalandi merkilegt dæmi, sem mönnum má vera í fersku minni. Vegna tengsla sinna við ameríska menningu fékk sú uppgötvun þann framgang og viðurkenningu sem henni bar. En sé litið frá vestri til austurs, frá Vínlandi til Bjarmalands, þá eru tengslin þar engu síður merkileg, við nafn Jómála sem finnsk- úgrískar þjóðir hafa varðveitt í rás aldanna, en Snorri Sturluson kunni einnig að nefna eftir þeim mönn- um sem sögur höfðu hafðar frá Bjarmalandsferð Þóris hunds. Úr því að guðsnafnið hafði geymzt rétt, þá er enn síður ástæð'a til að rengja önnur atriði frásagnarinnar, held- ur er líklegast að hún sé sönn saga sem treysta má. Það er að vísu einkennilegt að í trú Bjarma á síð- ari öldum hefur Jómali ekki verið guð heldur gyðja, og ætla menn að svo hafi verið frá öndverðu, eins og betur verður vikið að síðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.