Úrval - 01.08.1968, Side 60

Úrval - 01.08.1968, Side 60
58 ÚRVAL Ok fór þeir Þórir aftr til skips, tóku þar fé allt, er á var skipinu Gunnsteins, en báru grjót í stað- inn, fluttu skipit út á fjörðinn, hjoggu á raufar ok sökktu niðr. Síðan fóru þeir Þórir heim til Bjarkeyjar. Þeir Gunnsteinn fóru fyrst mjök huldu höfði, fluttusk á smábátum, fóru um nætr, en lágu um daga, fóru svá til þess er þeir kómu fram um Bjarkey, ok allt til þess er þeir kómu úr sýslu Þóris. Fór Gunnsteinn fyrst heim í Lang- ey, ok dvaldisk þar skamma hríð. Fór hann þá þegar suðr á leið. Létti hann eigi fyrr en hann kom suðr í Þrándheim ok hitti þar Ólaf konung, ok segir honum tíðindi slík sem orðin váru í Bjarmalands- ferðinni. Konungr lét illa yfir þeirra ferð, en bauð Gunnsteini með sér at vera ok segir þat, at hann skyldi leiðrétta mál Gunnsteins, þá er hann mætti við komask. Gunn- steinn þekktisk þat boð, ok dvald- isk hann með Óláfi konungi." Jómali er guð Bjarmaþjóðar- innar, sem forðum byggði víðáttu- mikil lönd þar sem nú er norðan- vert Rússland, og kunna íslenzk- ar heimildir eitt og annað frá þeirri þjóð að segja og skiptum Norð- manna við hana. Það sem hér fer á eftir er nokkuð úr annarri átt, því að höfundur rússnesku grein- arinnar, sem ég minntist einnig á í fyrra erindi, Lev Teplov, horf- ir á þennan átrúnað frá sjónar- miði rússneskrar sögu, og getur verið fróðlegt til samanburðar að heyra það sjónarmið. En þess ber vel að gæta, að Bjarmar er önnur þjóð en Rússar, og hafa farið mjög halloka fyrir þeim um aldaraðir. Hvað tungumál snertir og elzta uppruna eru þeir'skyldari Finnum en Rússum, en Rússar raunar skyldari okkur fslendingum en báðir þeir, ef litið er á tungumál og sögu fremur en kynstofn. Og kemur þó einnig fram í greininni að Bjarmar stóðu með þeim sem fremstir voru af Germönum á einni af örlagastundum mannkynssög- unnar, en það var þegar Róm var unnin árið 410 af Alreki Baltasyni Gotakonungi, og bregður þá svo furðulega við að höfundurinn setur upphaf Jómalatrúarinnar í sam- band við þann atburð. Les ég nú grein Teplovs, en á eftir ætla ég að fara nokkrum orðum um efni hennar. Varla kemur sá ferðamaður til Sovétríkjanna að hann hafi ekki heim með sér brúðu þá, sem nefn- ist matryoshka, en hún er máluð skærum litum og er úr viði, þannig gerð, að hægt er að taka hana sundur í miðju. Þar kemur út minni brúða og síðan koll af kolli unz komið er að minnst og innstu brúðunni. Matryoskurnar vekja furðu þeirra sem ekki hafa séð þær fyrr, og börnum þykir ákaf- lega gaman að þeim. En enginn veit um uppruna þeirra, eða hvar þær voru fyrst búnar til og hvenær. Vera má að sá sem fyrstur gerði slíka brúðu, hafi með því viljað gefa til kynna, að það er konan sem fæðir af sér nýtt líf. Hugmyndin um að fyrsti forfaðir okkar eða öllu heldur formóðir hafi geymt í líkama sínum allar eftirkomándi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.