Úrval - 01.08.1968, Qupperneq 61

Úrval - 01.08.1968, Qupperneq 61
JÓMALI HINN ÚGRÍSKI OG . . . 59 kynslóðir má virðast barnaleg nú á dögum, en fyrir einum 200 árum kunnu vísindamenn ekki að mót- mæla því að svo gæti verið. Þegar ég fór að leita að uppruna matryoshkanna fyrir nokkuð mörg- um árum, segir greinarhöfundur, sótti hún mjög á mig þessi gamla hugmynd um viðhald ættliðanna. En fornleifafræðingar sögðu mér, að ef ég hefði þarna á réttu að standa hlyti matryoshkan að eiga rætur sínar að rekja aftur í forn- öldina eða lengra. Því að allar göt- ur síðan á dögum Grikkja og Róm- verja hefði faðirinn hvarvetna ver- ið taiinn höfuð fjölskyldunnar, og samfara þessu hefur verið sú skoð- un, að barnið þægi líf sitt frá föð- urnum, og að móðirin gerði ekki annað en að fóstra það. Þetta hafði Aristóteles kennt, og allir lærifeð- ur kirkjunnar fetuðu þar í fótspor hans. En fjölskyldumóðirin, ef svo mætti segja, kona sem réð yfir fjölskyldu sinni, líkt og feður síðar, missti tign sína og stöðu fyrir þús- undum ára, og að því er snertir rússneskar goðasögur, þá varð þar ekkert fundið, sem benti til þessar- ar hugmyndar um viðhald ættlið- anna, né heldur nokkur sú gyðja, sem slík hugmynd væri tengd við. En ef brúðurnar hefðu nú verið af erlendum uppruna og ekki rúss- neskar í fyrstu? Það er vitað, að hinar litlu trélíkneskjur komu fyrst frá Vyatka, borg sem stóð við ræt- ur Uralfjalla, og var þar einu sinni höfuðstaður Úgríu, mikils lands í norðri, sem breiddi úr sér báðum megin fjallgarðsins og allt norður til Yamalskagans við Norðuríshaf, — og vil ég nú skjóta því inn að hér er greinarhöfundur kominn á slóðir hinna fornu Bjarma. Það er Bjarmaland sem hann kallar Úgríu. — Þjóðflokkarnir Hanti og Mansi, sem enn byggja hin mýrlendu og skógivöxnu lönd meðfram Obfljót- inu neðanverðu, eru afkomendur hinar úgrísku þjóðar. Úgrísk mál eru skyld máli Finna, Kirjála og Eistlendinga, og svo furðulegt sem það kann að virðast: Ungverja. Því víkur þannig við, að á 5. öld gengu hinir úgrísku í lið með Alreki Gotakonungi í herferð hans gegn Róm, sem tekin var herskildi, rænd og rúin árið 410. Að þess- um sigri unnum sneri aðeins nokk- ur hluti hinna úgrisku aftur til sinna norðlægu heimkynna, en hinir tóku sér nýja bólstaði, og hafa síðan búið þar sem nú heitir Ung- verjaland. Fornar rússneskar árbækur herma að af höfuðgyðju úgriskr- ar þjóðar hafi verið til líkneskja úr skíragulli. Gyðjan átti mörg nöfn, en elzta nafnið var Jumala. Og í nútíma eistnesku þýðir Jumala sama og gyðja. Hinir úgrísku, þ.e. Bjarmar, áttu sér ekki stafróf eða ritað mál, og lítið er vitað um sögu þeirra, en spurnir höfðu menn í Evrópu af hinni gullnu gyðju þeirra þegar á 10. öld. Norrænar sögur segja frá tilraun víkinga til þess að ræna líkneskjunni og einn þeirra, Þórir að nafni, komst. allt inn í helgidóm hennar árið 1023. Ein sagan segir að þarlend stúlka sem hann átti vingott við, hafi vís- að honum til vegar og sagt honum nafn gyðjunnar. Gyðjan sat á stóli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.